Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 21
að ganga á milli, þótt þaÖ væri ekki hættulaust. Þorkell ráðsmaður sá, hverju fram fór. Hann greip staur, sem lá undir bæjarveggnum, og sló á lensurn- ar af heljarafli, svo að tvær þeirra hiotnuðu af skafti, og hrópaði um leið: „Látið lögmanninn í friði, skálkar og skelmar, afsprengi Satans og ára hans! Drepið mig, ef þið þorið, en fyrr skal að minnsta kosti einhver ykk- ar snýta rauðu! Minnizt þess, að skelrn- ir sá, sem stóð fyrir morðinu á Islands bezta manni, fékk sitt höfuð afsargað með ldandkeraldsbotni! Snautið á brott, hundar!“ Jörgen Danielsen hrópaði til manna sinna að stilla sig. Þeir hörfuðu og létu Þorkel í friði. Fógetinn sneri sér að lögmanni og nú gætti meiri sátt- fýsi í tali hans: „Vér megum ekki tefja lengur. Ég hið yður forláts á framferði minna ntanna, sem alleina er sprottið af trú- mennsku í þénustunni. Ef þér eruð rpiðubúinn að sverja fyiir mér, að þér homið með sakakvinnuna til þingsins, munum vér hverfa héðan við svo búið.“ Lögmaðurinn beit á jaxlinn. Tvennt Var honum nú ljóst: Jörgen Danielsen skel fdist þá andstöðu, sem hann mætti: hver vissi nema hann þyrfti á velvilja (‘ða að minnsta kosti á hlutleysi lög- manns að halda, þótt seinna væri; á hinn bóginn hafði hann gengið of langt úl að geta snúið við. Lögmaður fvrir- ^’it þennan erindreka valdsins, sem hætti allra lítilmenna þorði ekki aé beita sér, utan við þá sem voru minni máttar. Og svo ætlaðist þetta smámenni til þess að hann, lögmaður Norðlendinga, færi að sverja fyrir hon- um eins konar trúnaðareið! Slíkt var óheyrt. . . . Hann leit til konu sinnar og sá, að liún var sama sinnis og hann. Það gæti aldrei komið til mála að auð- mýkja sig þannig fyrir slíkum manni. Hann mundi aðeins ganga á lagið. Slíkt var venja smámenna. En á hinn bóginn hraus honum hugur við að láta Þórdísi í hendur þessara manna. Eng- inn gat vitað nema þeir níddust á henni varnarlausri. Lögmaðu.inn hafði ekki áður komizt í slíka úlfakre|rpu. Jörgen Danielsen sá, hvernig honum leið og glotti við tönn. Við þetta hik, sem kom á lögmanninn, varð hann aftur reig- ingslegur. Undanfarin ár hafði hann jafnan orðið að lúta í lægra haldi fyrir Jóni lögmanni, er þeim bar eitthvað á milli í m'álum, en nú fengi hann upp- reisn fyrir allar auðmýkingar. — Hann leit á lögmanninn storkandi augnaráði og sagði: „Nú — nú, lögmaður, mér sýnist iþetta vera útlátalítið fyrir yður.“ Lögmaður mælti fast og alvarlega: „Ég sver engum eið, utan kónglegri majestæt. Og viljir þú ekki treysta mín- um orðum, Jörgen Danielsen, verður 'þú að eiga það við sjálfan þig, en sú móðgun, sem mér er sýnd með þessu, er geymd en ekki gleymd.“ Jörgen Danielsen þagði. Hann leit á heimamenn, sem stóðu í hnapp fyrir framan dyrnar og virtust alls ekki lík- legir til að þoka sér frá, svo að menn félagsbkf.f 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.