Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 25
SVERRIR TÓMASSON Rödd frá Suðurríkjunum 1 brezkri útgáfu af Breakjast at Tiffany’s kynnir bandaríski rithöfund- urinn Truman Capote sig með eftir- farandi orðum: „Ég er fæddur í New Orleans og ólst þar upp syðra -—■ á veturna í New Orleans og á sumrin ýmist í Alabama eða New Georgia. Ég kunni að lesa áður en ég varð skólaskyldur. Ég hef avallt lifað eins og mig lystir og kært uug kollóttan um hvað aðrir segja. Éezt hef ég menntazt upp á eigin spýt- Ur- Og enn í dag kann ég hvorki marg- földunartöfluna né stafrófið utan að. 14 ára gamall var ég farinn að skrifa srnásögur og birtust sumar þeirra. Ég fr^tti námi þegar ég var 15 ára. Fyrsta °g jafnframt síðasta fasta starf mitt Var hjá tímaritinu The New Yorker. 1*0 var ég 17 ára og leit svo barnalega ut> að þeir þorðu ekki að senda mig ut í efnisöflun. Ég fékk svo lausn frá embætti, settist í helgan stein á bæ einum í Louisiana og reit Other Voices Other Rooms. Ég hef af og til dvalizt 1 Grikklandi, á Ítalíu, Spáni, Afríku °g Vestur-Indíum, og ferðazt hef ég Urn Rússland og Austurlönd.“ Þetta litla æviágrip virðist nægja brezkum lesendum, enda er það mála sannast, að almennur lesandi þarf að- eins að þekkja verk rithöfundar. Rit Trumans Capote eru annars lítið kunn hér á landi, þótt þau yrðu snemma þekkt í heimalandi hans. Hann var óvenju bráðger rithöfundur; smásögur hans vöktu fljótt athygli á honum meðal bókmenntaunnenda. En höfundurinn tryggði sér öruggan sess í bandarískum bókmenntum með fyrstu skáldsögu sinni Other Voices Other Rooms (1948). Þótt hér sé um byrj- andaverk að ræða, sér á því lítil smíða- lýti. Truman Capote kemur þar fram sem fullmólaður rithöfundur, aðeins 24 ára gamall. Sagan greinir frá móðurlausum veik- geðja unglingi, Joel Knox, sem dval- izt hefur hj'á frænku sinni í New Or- leans, en flytur til föður síns á af- skekkt býli í Suðurríkjunum. En fað- ir hans er honum ekki foreldri fram- ar. Á býlinu er allt komið að falli; er að rotna niður. Og fólkið er jafn feysk- ið; úrkynjað og naumast með öllum mjalla. Umhverfið má þó muna sinn FÉLAGSBRÉF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.