Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 17
JÓN BJÖRNSSON Jómfrú Þórdís Kafli úr nýrri skáldsögu. Þorkell ráðsmaður hafði setið róleg- ur undir lestrinum, en nú stóð hann á fætur og rak bylmingshögg í borðið. Andlit lians var þrútið af reiði og röddin skalf. „Marga óþægilega sendingu höfum við fengið frá Bessastaðavaldinu, en þessi er sýnu verst. Þér látið ekki frænd- konu yðar mæta á þessu þingi, herra.“ „Ég geri það ekki ótilneyddur,“ svar- aði lögmaðurinn og stundi upp orðun- uui. „Treystir þú þér til að koma henni Undan, jafnvel flýja með hana til fjalla °g dyljast þangað til þetta er hjá lið- ið ?“ „Já, herra. Þetta var einnig minn l'anki. En það eru síðustu forvöð. Ég bið hana að búa sig hið skjótasta. .. . Ée “ Hann þagnaði í miðri setningu. Hundgá og dynur af hófataki margra hesta barst inn í stofuna. Þorkell gekk ut að glugganum og leit út. Það var hópur vopnaðra manna, sem reið í Þlaðið’. Sumir þeirra báru byssur, en uðrir langar lensur. Kenndi Þorkell þar Jörgen Danielsen fógeta og sveina Jrans. En auk útlendinganna þekkti hann þar Benjamín á Fjalli. Lögmaðurinn og ráðsmaðurinn gengu strax til dyra. Lögmaður var raunar viðbúinn þessari heimsókn, því að ekkert var eðlilegra en að staðgengill höfuðsmannsins sækti heim æðsta yfirvald landsfjórð- ungsins. Annað hefði jafnvel mátt virðast móðgun. Hann var feginn því að geta rætt við fógetann í einrúmi og treysti því, að hann gæti fengið hann ofan af fyrirætlun sinni um þetta þing- hald. Hann taldi víst, að fógetinn og menn hans yrðu nætursakir á staðnum. En — hann átti eflir að verða fyrir sárum vonbrigðum. Lögmaðurinn vék sér vingjarnlega að fógetanum og rétti fram hönd sína til kveðju eins og venjulega, er þeir hittust. En fógetinn lét sem hann sæi ekki framrétta hönd lögmannsins. Hann sagði í skipandi valdsmannstón: „Vér erum hingað komnir til þess að stefna sakakvinnunni Þórdísi Hall- dórsdóttur til að mæta á þingi voru, sem haldið verður á Vallalaug þann 16. júlí, eða eftir tvo daga, til þess þar og þá að þola yfirheyrslu vegna meinsæris og þrjózku við að gefa upp föður að barni því, er hún hefur alið í synd.“ FÉLAGSBRÉF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.