Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 26
fífil fegri; þá riðu þar hefðarmenn um garða í skrautbúnum vögnum á- samt fínum frúvum. Þá heyrðust þar aðrar raddir í öðrum og glæsilegri söl- um. Það tal er löngu hljóðnað, en einstöku menn muna óm þess. Umhverfið orkar á ímyndunar- afl drengsins; hann svífur sem í þoku, einhvers staðar milli svefns og vöku, í sinni eigin draumaver- öld. Lesandinn skynjar þennan veik- geðja næma dreng, en sér hann ekki fyrir sér. Höfundi tekst ekki að draga upp heildarmynd af honutn; hugarheimur drengsins er brotakennd- ur. Einkum þykir mér Capote bregð- ast bogalistin í lok sögunnar, þar sem drengurinn sleppur úr prísund draums og ímyndunar allt í einu, og sér veru- leikann blasa við í einni sjónhending. Við og við mundar höfundur mynda- vélina og leiðir fram á sviðið persón- ur án þess þó að lesandi missi nokk- urn tíma sjónar á söguhetjunni. Auka- persónurnar skýrast því að mun; skyggja á söguhetjuna. Svertingja- stelpan Zoo er t.d. með trúverðugustu persónum bókarinnar. Idabel, stelpu- gopinn á næsta bæ, er einnig sannferð- ug í öllum sínum tryllingi. Eftirminni legastur verður Randolph, misheppn- aður listamaður, sem hvorki er karl né kona. Höfundi tekst að gera hann að sennilegri og geðfelldri persónu. Capote kann vel þá list að bregða upp skemmtilegum og lifandi smá- myndum af fólki og landslagi. Og Other Voices Other Rooms er býsna vel skrifuð saga, þótt höfundur hafi þá ekki enn náð þeim tökum á stíl, sem einkennir síðari bækur hans og þá sér- staklega The Grass Harp (1951). Capote sækir gjarnan efnivið sinn í líf unglingsins. Eins og í Other Voices Other Rooms fjallar The Grass Harp um sérkennilega reynslu ungs manns, Collins Fenwick, sem segir sög- una í fyrstu persónu. Hann átti sjálfur þátt í ævintýrinu, en hann er fremur áhorfandi en þátt- takandi. Eftir allmörg ár snýr hann aftur til æskustöðvanna og rifjar upp bernsku sína. Hann hafði alizt upp með tveimur systrum, Dolly og Ver- önu Talbo. Þær bjuggu saman og áttu sitt hús í svolitlu þorpi í Suðurríkjun- um. Verena rak verzlun og var talin ríkasta kona þorpsins. Dolly sá uni húshald þeirra systra, ásamt Catherine Creek, en í tómstundum sullaði hún saman meðali, sem hún ein vissi upp- skriftina að. Uppskrift 'þessa ásælist Verena — hún ætlar að afla þeim einkaleyfis á lyfinu og hefja stórframleiðslu á þvi. En Dolly hefur lifað fyrir þetta lyC og neitar að láta uppskriftina af hendi við systur sína, strýkur að heiman ásamt drengnum Collin og Catherine og flýr út í mörkina, þar sem þrenn- ingin tekur sér bólfestu uppi í tre nokkru. I þennan bústað leita tveir ein- staklingar hælis, dómari þorpsins, Cool, og Riley Henderson, töffgæi þess. I raun er hér málaður heimur í hnotskurn; inn í átök systranna flett- 22 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.