Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.09.1964, Qupperneq 26
fífil fegri; þá riðu þar hefðarmenn um garða í skrautbúnum vögnum á- samt fínum frúvum. Þá heyrðust þar aðrar raddir í öðrum og glæsilegri söl- um. Það tal er löngu hljóðnað, en einstöku menn muna óm þess. Umhverfið orkar á ímyndunar- afl drengsins; hann svífur sem í þoku, einhvers staðar milli svefns og vöku, í sinni eigin draumaver- öld. Lesandinn skynjar þennan veik- geðja næma dreng, en sér hann ekki fyrir sér. Höfundi tekst ekki að draga upp heildarmynd af honutn; hugarheimur drengsins er brotakennd- ur. Einkum þykir mér Capote bregð- ast bogalistin í lok sögunnar, þar sem drengurinn sleppur úr prísund draums og ímyndunar allt í einu, og sér veru- leikann blasa við í einni sjónhending. Við og við mundar höfundur mynda- vélina og leiðir fram á sviðið persón- ur án þess þó að lesandi missi nokk- urn tíma sjónar á söguhetjunni. Auka- persónurnar skýrast því að mun; skyggja á söguhetjuna. Svertingja- stelpan Zoo er t.d. með trúverðugustu persónum bókarinnar. Idabel, stelpu- gopinn á næsta bæ, er einnig sannferð- ug í öllum sínum tryllingi. Eftirminni legastur verður Randolph, misheppn- aður listamaður, sem hvorki er karl né kona. Höfundi tekst að gera hann að sennilegri og geðfelldri persónu. Capote kann vel þá list að bregða upp skemmtilegum og lifandi smá- myndum af fólki og landslagi. Og Other Voices Other Rooms er býsna vel skrifuð saga, þótt höfundur hafi þá ekki enn náð þeim tökum á stíl, sem einkennir síðari bækur hans og þá sér- staklega The Grass Harp (1951). Capote sækir gjarnan efnivið sinn í líf unglingsins. Eins og í Other Voices Other Rooms fjallar The Grass Harp um sérkennilega reynslu ungs manns, Collins Fenwick, sem segir sög- una í fyrstu persónu. Hann átti sjálfur þátt í ævintýrinu, en hann er fremur áhorfandi en þátt- takandi. Eftir allmörg ár snýr hann aftur til æskustöðvanna og rifjar upp bernsku sína. Hann hafði alizt upp með tveimur systrum, Dolly og Ver- önu Talbo. Þær bjuggu saman og áttu sitt hús í svolitlu þorpi í Suðurríkjun- um. Verena rak verzlun og var talin ríkasta kona þorpsins. Dolly sá uni húshald þeirra systra, ásamt Catherine Creek, en í tómstundum sullaði hún saman meðali, sem hún ein vissi upp- skriftina að. Uppskrift 'þessa ásælist Verena — hún ætlar að afla þeim einkaleyfis á lyfinu og hefja stórframleiðslu á þvi. En Dolly hefur lifað fyrir þetta lyC og neitar að láta uppskriftina af hendi við systur sína, strýkur að heiman ásamt drengnum Collin og Catherine og flýr út í mörkina, þar sem þrenn- ingin tekur sér bólfestu uppi í tre nokkru. I þennan bústað leita tveir ein- staklingar hælis, dómari þorpsins, Cool, og Riley Henderson, töffgæi þess. I raun er hér málaður heimur í hnotskurn; inn í átök systranna flett- 22 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.