Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 28
TRUMAN CAPOTE Demantsgítar Næsta borg við fangabúðirnar er tuttugu mílur í burtu. Greniskógur skilur að búðirnar og borgina, og það er í þessum skógi sem limirnir vinna; þeir safna terpentínu. Sjálft fangelsið stendur í skógi. Það er að finna við enda rauðförótta troðningsins; yfir veggi þess fikrar sig gaddavír líkt og vínviður. Þar dveljast hundrað og níu hvítir menn, níutíu og sjö svertingjar, og einn Kínverji. Þáð eru tveir svefn- skálar — mikil græn timburhús með tjörupappaþaki. Hvítu mennirnir sofa í öðru, svertingjarnir og Kínverjinn í hinu. I hvorum svefnskála er einn belglaga ofn, en hér eru vetur kaldir, og þegar grenið skekur sig kulda- lega í nístandi niðlýsinu á kvöldin liggja mennirnir endilangir á járn- rúmunum, vakandi, og það glampar á rauðlogana í augum þeirra. Þeir sem eiga flet næst ofninum eru áhrifamenn sem hinir óttast og líta upp til. Herra Schaeffer er einn þeirra. Hr. Schaeffer — en svo er hann nefndur í sérstöku virðingarskyni — er skinhoraður sláni. Á rautt hár hans slær silfurslikju og hann er toginleit- ur með guðræknissvip; við bein hans tollir ekki hold, það má sjá þau bif- ast, en augun sljó, móleit. Hann er læs og skrifandi og kann að leggja saman tölur. Þegar einhver fær bréf, fer hann með það til hr. Schaeffer. Flest bréfin eru dapurleg og í nöldur- tón. Hr. Schaeffer diktar mjög oft upp ánægjulegri tíðindi en les ekki það sem stendur skrifað. í svefnskál- anum eru tveir aðrir læsir. Samt sem áður kemur annar þeirra með bréfin sín til hr. Schaeffer, sem er ætíð hjálp- samur við að hagræða sannleikanum- Hr. Schaeffer fær aldrei póst, ekki einu sinni á jólunum; svo er að sjá sem hann eigi enga vini fyrir utan fangelsið, og reyndar á hann engan þar — engan sérstakan. Því var þo ekki alltaf svo farið. Á sunnudegi fyrir nokkrum vetrum sat hr. Schaeffer á tröppum svefn- skálans og telgdi brúðu. Hann er einkar laginn við það. Hann tálgaði hvern part fyrir sig, síðan tengdi hann iþá saman með svolitlum gormum; hendur og fætur hreyfast, kollurinn kinkar. Þegar hann hefur fyllt tylft' ina, tekur Stjórinn þær með í borg- ina, og þar eru þær seldar í kaupfélag- 24 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.