Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 22
fógetans kæmust að. Hann var í efa um. hvað hann ætti að gera. Auðvitað var leikur einn að ryðja fólkinu frá og hann vissi, að honum bar að gera það. Kóngsins vald þoldi ekkert hik — en samt hikaði hann. Hann vissi að hann átti leikinn, að hann átti allskostar við þetta fólk, en hann var enginn kjark- maður, þegar hann gaf sér tóm til um- hugsunar. Það kæmi dagur eftir þenn- an dag. Maktin var eins og veðráttan á þessu auma skattlandi, hún var hverf- ul. Sá, sem hreykti sér hátt í dag, var ef til vill dýflissumatur á morg- un. Þetta vissu Islendingar auðsýni- lega líka. Þess vegna höfðu þeir látið drepa sína beztu menn, án þess að gera hið minnsta til að hindra það. Og fógeti hans kónglegu majestætar hafði lært það á veru sinni á þessu landi að gera ekkert annað en það, sem gæfi hagnað í aðra hönd. Honum gramdist að hann skyldi hafa smitazt af þessum eðlisþætti Islendinga. . . . En vandræði hans leystust áður en varði. . . . Jómfrú Þórdís dvaldi í kamesi sínu meðan þessu fór fram úti fyrir. Hún varð strax vör hinnar óvenjulegu gest- komu og var ekki í efa um, hverju hún sætti. Henni sortnaði snöggvast fyrir augum. En svo jafnaði hún sig. Þessi síðustu ár höfðu kennt henni að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Henni kom fátt á óvart lengur. Og hún var þess albúin að taka hverju, sem að höndum bæri, með rósemi. En sam- tímis stæltist sá vilji liennar að láta 18 FÉLAGSBRÉF aldrei bugast. Hún ætlaði strax að fara út og gefa sig fram við gestina, en í því kom Sólrún próventukona inn í kamesið til hennar. Hún bar þau skila- hoð frá matrónu Þorbjörgu, að hún skyldi halda kyrru fyrir og sjá livað gerðist. Jómfrú Þórdís tók barn sitt í fangið og þrýsti því að sér. Það voru lítil lík- indi til þess að hún fengi að liafa það hjá sér framvegis. Hún gerði sér eng- ar vonir um að sleppa aftur úr hönd- um böðla sinna, en ef það var vilji örlaganna að skilnaðarstundin væri að koma, mundi hún geyma mynd dótt- urinnar í hjarta sínu í blíðu og stríðu. .. . Sólrún gamla stóð við dyrnar og liorfði á mæðgurnar. Það voru tár J augum gömlu konunnar og varir henn- ar skulfu eins og hún vildi segja eitt- hvað, en gæti það ekki. Allt í einu varpaði hún sér á hnén fyrir framan jómfrú Þórdísi og hvíslaði: „Geturðu fyrirgefið mér?“ Jómfrú Þórdís leit forviða á han3' Hún mundi ekki í svipinn að nokkuð það hefði gerz.t, sem hin gamla kona þyrfti að biðjast fyrirgefningar á; alÞ voru smámunir í samanburði við þa skilnaðarstund, sem nú var runnin u]>p- Hún lagði höndina á höfuð gömlu kon- unnar og sagði: „Stattu upp, Sólrún mín! Þú hefm víst ekki gert neitt svo alvarlegt á hlu* minn, að þú þurfir að biðja mig fyr' irgefningar.“ „Jú, ég drýgði voðalega synd. hg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.