Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 29
inu. Á iþennan hátt vinnur hr. Scha- effer sér fyrir sætindum og tóbaki. Þar sem hann sat og var að skera fingur í litla hönd á þessum sunnu- degi, lullaði kaggi inn í fangelsis- garðinn. Ungur piltur, handjárnaður við Stjórann, klifraði niður úr bílnum og pírði augum í gráföla vetrarsólina. Hr. Schaeffer rétt aðeins leit til hans. Hann var þá um fimmtugt, og í sautján ar hafði hann dvalizt í búðunum, og l'inir mennirnir sem voru lónandi hér °g þar um garðinn, þyrptust niður að l'ifreiðinni. Á eftir komu þeir Pick Axe og Goober til að masa við hr. Schaeffer. »Hann er útlendingur, þessi nýi, frá Húbu. En ljóshærður,“ sagði Pick Axe. í,Hnífari, segir Stjóri,“ sagði Goober sem var sjálfur hnífari. „Skar í sjóara í Mobile“. „Tvo sjóara“, sagði Pick Axe. „Bara sJ°P])uslagur. Hann meiddi strákana ckki neitt“. „Kallarðu það ekki að meiða mann að skera af honum eyrað? Stjóri segir kann fái tvö ár“. „Hann á gítar alsettan gimsteinum,“ Sagði Pick Axe. Það var að verða of skuggsýnt til 'innu. Hr. Schaeffer setti brúðuna Saman, og lagði hana á kné sér og hélt í hendurnar. Hann vafði sér síg- arettu; í sólarlaginu var grenið blá- leitt, og reykurinn frá sígarettunni silaðist upp í kalt rökkvandi loftið. hi^nn sá Stjórann stefna til sín yfir 8arðinn. Nýi fanginn, ljóshærður ung- ur piltur, lötraði á eftir. Hann bar gítar alsettan glerdemöntum sem braut á í skímunni, og fangabúningurinn var honum of stór; hann var til að sjá sem grímubúningur. „Einn handa þér, Schaeffer,“ sagði Stjórinn másandi á tröppum svefnskál- ans. Stjórinn var alúðlegur maður; við og við bauð hann Schaeffer í skrif- stofu sína, og þeir liiluðu saman um það sem þeir höfðu lesið í blöðunum. „Tico Feo“, sagði hann eins og það væri nafn á fugli eða lagstúf. „Þetta er hr. Schaeffer. Láttu þér líka við hann og þér mun vel farnast.“ Hr. Schaeffer leit upp á piltinn og brosti. Hann brosti lengur en hann ætlaði sér, því pilturinn hafði himin- blá augu — blá sem vetrarkvöldhim- inn — og hárið var eins gullið og tennur Stjórans. Hann hafði glettnis- legan greindarlegan svip; og er hr. Schaeffer leit á hann varð honum hugsað til gleðistunda og orlofsdaga. „Eins og litla systir mín,“ sagði Tico Feo og kom við brúðu hr. Schaf- fer. Kúbanski hreimurinn í röddinni gerði hana mjúka og ísæta sem ban- ana. „Hún situr líka á hnjánum á mér.“ Hr. Schaeffer varð allt í einu feim- inn. Hann hneigði sig fyrir Stjóranum, og gekk yfir í skuggsælu garðsins. Þar stóð hann og hvíslaði nöfn kvöld- stjarnanna um leið og þær kveiktu á krónum sínum fyrir ofan hann. Stjörn- urnar voru hans yndi, en í kvöld veittu þær honum ekki ánægju; þær minntu liann ekki á að mannanna verk glatast FÉLAGSBRÉF 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.