Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 8

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 8
þetta mun ég gefa þér, saga frá öldinni sem leið. Er það síðasta stóra skáld- saga Jóns þangað til nú. En allar hafa sögur Jóns Björnssonar orðið mjög vinsælar og verið mikið lesnar. Jómfrú Þórdís er á fjórða hundrað bls. að stærð. sett og prentuð í Víkingsprenti. Nóvember: Hannes Hafstein eftir Kristján Albertsson í nóvember kemur út síðari hluti annars bindis af ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson, en fyrri hluti bindisins kom út í fyrrahaust. Mun les- endum öllum í fersku minni hvílíkar umræður tókust síðan um hókina, manna á meðal og í blöðum, útvarpi og á mannfundum, svo að einsdæmi mun í ís- lenzkri bókmenntasögu á síðari árum. Svipuð saga gerðist raunar þegar fyrsta bindi ævisögunnar kom út árið 1961. Virðist þessi ævisaga Hannesar Hafsteins 'þannig eitt þeirra rita sem engan lesanda sinn lætur blutlausan, en hlýtur annað hvort eindregið jákvæði lesenda ellegar vekur óbilgjarna gagnrýni. En hvað sem skoðunum manna líður á verki Kristjáns Albertssonar, mun hitt viðurkennt, að hann hefur með ævisögu Hannesar Hafsteins unnið brautryðjendastarf í heim- ildakönnun frá þessum tíma og lagt drjúgan skerf til stjórnmálasögu síðustu aldar. Er ekki að efa að mörgum verður forvitni að kynnast lokaláfanganum í ævi Hannesar Hafsteins í frásögn Kristjáns. í þessu bindi segir hann sögu Hannesar frá því 'hann bíður hinn mikla kosningaósigur eftir uppkastið 1908 og lætur af ráðherradómi og fram til andláts hans 1922, og lýsir jöfnum hönd- um manninum, stjórnmálamanninum og skáldinu. Þessu lokabindi ævisögunnar fylgir svo nafnaskrá fyrir allt verkið. Ævisaga Hannesar Hafsteins er um 350 bls. að stærð. Hún er sett og prentuð í Steindórsprenti, en bundin í Félagsbókbandinu. Allmargar inyndir eru í bók- inni eins og fyrri bindunum. Surtsey eftir Sigurð Þórarinsson Almenna bókafélagið hefur áður gefið út myndabækur um Heklugosið 1947 og Öskjugosið 1961, Eld í Heklu og Eld í Öskju sem kom út í fyrra. Nú baetist þriðja bókin við og segir af gosinu í Surti sem hófst í fyrrahaust og fæðingu hinnar nýju eyjar við Island, Surtseyjar. Dr. Sigurður Þórarinsson sér um útgáfu bókarinnar eins og hinna fyrri. 48 myndasíður eru í bókinni, þar af 20 síður í lit, og lýsa myndirnar í stórum dráttum sögu gossins og þróun og 4 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.