Félagsbréf - 01.09.1964, Page 8

Félagsbréf - 01.09.1964, Page 8
þetta mun ég gefa þér, saga frá öldinni sem leið. Er það síðasta stóra skáld- saga Jóns þangað til nú. En allar hafa sögur Jóns Björnssonar orðið mjög vinsælar og verið mikið lesnar. Jómfrú Þórdís er á fjórða hundrað bls. að stærð. sett og prentuð í Víkingsprenti. Nóvember: Hannes Hafstein eftir Kristján Albertsson í nóvember kemur út síðari hluti annars bindis af ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson, en fyrri hluti bindisins kom út í fyrrahaust. Mun les- endum öllum í fersku minni hvílíkar umræður tókust síðan um hókina, manna á meðal og í blöðum, útvarpi og á mannfundum, svo að einsdæmi mun í ís- lenzkri bókmenntasögu á síðari árum. Svipuð saga gerðist raunar þegar fyrsta bindi ævisögunnar kom út árið 1961. Virðist þessi ævisaga Hannesar Hafsteins 'þannig eitt þeirra rita sem engan lesanda sinn lætur blutlausan, en hlýtur annað hvort eindregið jákvæði lesenda ellegar vekur óbilgjarna gagnrýni. En hvað sem skoðunum manna líður á verki Kristjáns Albertssonar, mun hitt viðurkennt, að hann hefur með ævisögu Hannesar Hafsteins unnið brautryðjendastarf í heim- ildakönnun frá þessum tíma og lagt drjúgan skerf til stjórnmálasögu síðustu aldar. Er ekki að efa að mörgum verður forvitni að kynnast lokaláfanganum í ævi Hannesar Hafsteins í frásögn Kristjáns. í þessu bindi segir hann sögu Hannesar frá því 'hann bíður hinn mikla kosningaósigur eftir uppkastið 1908 og lætur af ráðherradómi og fram til andláts hans 1922, og lýsir jöfnum hönd- um manninum, stjórnmálamanninum og skáldinu. Þessu lokabindi ævisögunnar fylgir svo nafnaskrá fyrir allt verkið. Ævisaga Hannesar Hafsteins er um 350 bls. að stærð. Hún er sett og prentuð í Steindórsprenti, en bundin í Félagsbókbandinu. Allmargar inyndir eru í bók- inni eins og fyrri bindunum. Surtsey eftir Sigurð Þórarinsson Almenna bókafélagið hefur áður gefið út myndabækur um Heklugosið 1947 og Öskjugosið 1961, Eld í Heklu og Eld í Öskju sem kom út í fyrra. Nú baetist þriðja bókin við og segir af gosinu í Surti sem hófst í fyrrahaust og fæðingu hinnar nýju eyjar við Island, Surtseyjar. Dr. Sigurður Þórarinsson sér um útgáfu bókarinnar eins og hinna fyrri. 48 myndasíður eru í bókinni, þar af 20 síður í lit, og lýsa myndirnar í stórum dráttum sögu gossins og þróun og 4 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.