Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 13
í námunda við listahátíðina í vor, þing íslenzkra lista á tvítugsafmæli lýð- veldisins, kom út upphaf hinnar fyrstu íslenzku myndlistarsögu.* [ þeirri bók má glöggva sig á því hversu fjölþa:tt íslenzk myndlist var þegar í upphafi, eða, með orðum höfundar, hversu »víður og margslunginn grundvöllui“ henni er lagður í verkum fyrstu kyn- slóðarinnar. Tengslin við forna, þjóð- lega listhefð eru rofin með öllu; lista- mennirnir koma, með lærdórn sinn er- lendis frá og viðmiðun við alþjóðlega listmenningu, að nýju ónumdu landi l>ar sem nýtt uppvaxandi þjóðfélag skilgreinir þeim sí og æ ný viðhorf °g verkefni. Þetta er sögulegt umhverfi fnyndlistarinnar; innan ])ess hljótum við að reyna að meta hvert verk, verk hvers listamanns; en án þess að láta umhverfið skapa okkur forskrift eða hyrgja sýn til þeirra verðmæta sem þarna kann að vera að hafa. List lifir af umhverfi sitt, sögulegar forsendur e®a uppruna — sem aldrei verður heldur skilgreint fyrr en eftir á. Og 1 þessu Ijósi verður að skoða þróun myndlistarinnar síðan, og svo allar full- .yrðingar um stefnu'og stöðu hennar nú a dögum. Seinni tíma vígorð um „þjóð- ^ega“ liststefnu, til dæmis — raunsæja, merkingarljósa: natúralíska —• bera hannski einungis vott andófi manna Sem ekki una framvindu samtíðar sinn- Björn Th. Björnsson: íslenzk myndlist á lö- og 20. öld. Drög að sögulegu yfirliti I- He'gafell 19G4. ar, og leita svo afstöðu sinni halds i fyrri tíðar listsköpun, eða bara mis- skilningi hennar. Sé svo leitazt við að bera saman myndlist og bókmenntir, gengi þeirra og gildi í íslenzku menningarlífi um þessar mundir, felur hað í sér, meðal annars, mat á hliðstæðri viðleitni mynd- listarmanna og rithöfunda að efla, endurnýja arf sinn við breytt viðhorf, halda fram list sinni og skáldskap í nýjan áfanga. 4. Orð. Undanfarin ár mun myndlist hafa átt dágóðu gengi að fagna hérlendis, og það flestöll myndlist jafnt, án til- lits til „skóla“ eða „stefnu“. Og það virðist til allalmennur og góðviljaður áhugi, og jafnvel skilningur, á nútíma- legri myndgerð, ýmsum tilbrigðum óhlutbundinnar og formfrjálsrar listar. Hið sama verður með engu móti sagt um skáldskap. Formbylting skáldska])- arins, sem oft er tailað um, gerist raunverulega fyrir daufum eyrum, jafnvel við þykkju og fjandskap, þó vert sé að hafa það í huga líka að „hefðbundin“ ljóðskáld eiga sér eng- an veginn vísa viðmælendur. Og öld- ungis er það óþarft að ætla að nú- tímalegt íslenzkt ljóðmál eigi hljóm- grunn meðal lesenda neitt í líkingu við það lágmark myndskilnings sem myndlistarmönnum sýnist vís. Engu að síður er formbylting ljóðsins stað- reynd í íslenzkum bókmenntum: henn- ar sér stað í allri nýrri Ijóðlist sem FÉLAGSBRÉF 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.