Félagsbréf - 01.09.1964, Síða 13

Félagsbréf - 01.09.1964, Síða 13
í námunda við listahátíðina í vor, þing íslenzkra lista á tvítugsafmæli lýð- veldisins, kom út upphaf hinnar fyrstu íslenzku myndlistarsögu.* [ þeirri bók má glöggva sig á því hversu fjölþa:tt íslenzk myndlist var þegar í upphafi, eða, með orðum höfundar, hversu »víður og margslunginn grundvöllui“ henni er lagður í verkum fyrstu kyn- slóðarinnar. Tengslin við forna, þjóð- lega listhefð eru rofin með öllu; lista- mennirnir koma, með lærdórn sinn er- lendis frá og viðmiðun við alþjóðlega listmenningu, að nýju ónumdu landi l>ar sem nýtt uppvaxandi þjóðfélag skilgreinir þeim sí og æ ný viðhorf °g verkefni. Þetta er sögulegt umhverfi fnyndlistarinnar; innan ])ess hljótum við að reyna að meta hvert verk, verk hvers listamanns; en án þess að láta umhverfið skapa okkur forskrift eða hyrgja sýn til þeirra verðmæta sem þarna kann að vera að hafa. List lifir af umhverfi sitt, sögulegar forsendur e®a uppruna — sem aldrei verður heldur skilgreint fyrr en eftir á. Og 1 þessu Ijósi verður að skoða þróun myndlistarinnar síðan, og svo allar full- .yrðingar um stefnu'og stöðu hennar nú a dögum. Seinni tíma vígorð um „þjóð- ^ega“ liststefnu, til dæmis — raunsæja, merkingarljósa: natúralíska —• bera hannski einungis vott andófi manna Sem ekki una framvindu samtíðar sinn- Björn Th. Björnsson: íslenzk myndlist á lö- og 20. öld. Drög að sögulegu yfirliti I- He'gafell 19G4. ar, og leita svo afstöðu sinni halds i fyrri tíðar listsköpun, eða bara mis- skilningi hennar. Sé svo leitazt við að bera saman myndlist og bókmenntir, gengi þeirra og gildi í íslenzku menningarlífi um þessar mundir, felur hað í sér, meðal annars, mat á hliðstæðri viðleitni mynd- listarmanna og rithöfunda að efla, endurnýja arf sinn við breytt viðhorf, halda fram list sinni og skáldskap í nýjan áfanga. 4. Orð. Undanfarin ár mun myndlist hafa átt dágóðu gengi að fagna hérlendis, og það flestöll myndlist jafnt, án til- lits til „skóla“ eða „stefnu“. Og það virðist til allalmennur og góðviljaður áhugi, og jafnvel skilningur, á nútíma- legri myndgerð, ýmsum tilbrigðum óhlutbundinnar og formfrjálsrar listar. Hið sama verður með engu móti sagt um skáldskap. Formbylting skáldska])- arins, sem oft er tailað um, gerist raunverulega fyrir daufum eyrum, jafnvel við þykkju og fjandskap, þó vert sé að hafa það í huga líka að „hefðbundin“ ljóðskáld eiga sér eng- an veginn vísa viðmælendur. Og öld- ungis er það óþarft að ætla að nú- tímalegt íslenzkt ljóðmál eigi hljóm- grunn meðal lesenda neitt í líkingu við það lágmark myndskilnings sem myndlistarmönnum sýnist vís. Engu að síður er formbylting ljóðsins stað- reynd í íslenzkum bókmenntum: henn- ar sér stað í allri nýrri Ijóðlist sem FÉLAGSBRÉF 9

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.