Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 43

Félagsbréf - 01.09.1964, Blaðsíða 43
i áttundinni, og |>eim er liægt að raða á hundruð þúsund mismunandi vegu. Tónstyrkur er aftur á móti afstætt fyr- irbrigði, og ekki er nein skynsamleg ástæða til að reyna að setja upp kerfi ftieð 12 styrkleikum fyrir hljóðfæratón- list. Þetta hefur samt verið gerl. Það er óþarfi að leggja fram mörg dæmi til að sýna hvað þetta er tilgangslaust og jafn- vel fáráðlegt: hugsum okkur einn tón, sem framleiddur er með einhverju hljóð- i®ri með ákveðnum styrk við þrenns konar aðstæður: í litíu herbergi, í stórum idjómleikasal og undir beru lofti. Það getur verið fróðiegt fyrir einhvern að sjá bvernig þetta kerfi er túlkað með styrkleikatáknum: 1. pppp, 2. ppp, 3. PP> 4. p, 5. quasi p, 6. mp, 7. mf, 3. quasi f, 9. f, 10. ff, 11. fff, 12. ffff. ^að skal viðurkennt að með elektrón- iskum tækjum er hægt, með mikilli uákvæmni, að framleiða 12 mismuri- andi styrkleika, og reyndar mikið meira en það. Elektróniskur styrkleiki ei utældur í decibels, og iþó hægt sé að iramleiða ákveðinn tónstyrk, t.d. 20 óecibels, þá breytir það ekki afstæðni fyrirbrigðisins, því hlustunarskilvrði Pru aldrei nákvæmlega þau sömu. Pónlengd er álíka afstætt fyrirbrigði °g tónstyrkur, og er að svo stöddu á- ''ka óskynsamlegt að setja upp 12 tón- 'engda kerfi. Slíkt kerfi hefur enga 'Þýðingu fyrr en, og ef, mannseyrað og k>'ilinn verða fær um að meðtaka þær t°nlengdir sem fram eru settar sem tmrðfræðilega mismunandi — og síð- ast en ekki sízt, sem fagurfræðilega nauðsyn. Heili vor hefur alla tíð verið ósköp óstærðfræðilegur í eðli sínu, og geri ég ekki ráð fyrir neinum stökk- breytingum á þeim vettvangi næstu ald- irnar. Tvö tónlengdakerfi hafa komið fram. Hið fyrra byggist á margföldun á smárri einingu. Einfaldasta skýring- in á þeirri aðferð er sú, að fyrsta tón- lengdin verður 1 sekúnda, önnur verð- ur 2 sek., þriðja 3 sek., o. s. frv. Hin aðferðin byggist á því að stórri einingu er deilt niður með heilum tölum: fyrsta tónlengdin verður 1 sek., önnur verður y2 sek., þriðja verður Ys sek., o. s. frv. Æskilegt hefði verið að geta sýnt hér með dæmum hversu óskapleg flækja getur myndazt þegar reiknistokkurinn fer að vinna úr og samræma kerfi þau sem nefnd hafa verið hér að framan. Útkomurnar verða vissulega stærðfræði- lega nákvæmar, en þegar hljóðfæra- leikarar fara að meðhöndla þær kem- ur fljótt í ljós, að þeim er gersamlega ómögulegt, að skila því sem stendur á blaðinu með nokkurri nákvæmni. Mér er spurn: hvað er J)á unnið við þessar vísindalegu og hárnákvæmu vinnuaðferðir? Sérhver alvarlega hugsandi tónsmið- ur, búi með honum einhver fróðleiks- fýsn, mun ávallt verða fús til að kynna sér, og gera tilraunir með, nýjar tón- smíðaaðferðir, en hann mun ævinlega velja og hafna á þeirri forsendu, að hið eina sem hann geti tileinkað sér, séu þau atriði sem lyfti tónsköp- unar-hugsýnum hans í æðra veldi. Frumefni þau sem nefnd voru hér að FÉLAGSBRÉF 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.