Félagsbréf - 01.09.1964, Side 28

Félagsbréf - 01.09.1964, Side 28
TRUMAN CAPOTE Demantsgítar Næsta borg við fangabúðirnar er tuttugu mílur í burtu. Greniskógur skilur að búðirnar og borgina, og það er í þessum skógi sem limirnir vinna; þeir safna terpentínu. Sjálft fangelsið stendur í skógi. Það er að finna við enda rauðförótta troðningsins; yfir veggi þess fikrar sig gaddavír líkt og vínviður. Þar dveljast hundrað og níu hvítir menn, níutíu og sjö svertingjar, og einn Kínverji. Þáð eru tveir svefn- skálar — mikil græn timburhús með tjörupappaþaki. Hvítu mennirnir sofa í öðru, svertingjarnir og Kínverjinn í hinu. I hvorum svefnskála er einn belglaga ofn, en hér eru vetur kaldir, og þegar grenið skekur sig kulda- lega í nístandi niðlýsinu á kvöldin liggja mennirnir endilangir á járn- rúmunum, vakandi, og það glampar á rauðlogana í augum þeirra. Þeir sem eiga flet næst ofninum eru áhrifamenn sem hinir óttast og líta upp til. Herra Schaeffer er einn þeirra. Hr. Schaeffer — en svo er hann nefndur í sérstöku virðingarskyni — er skinhoraður sláni. Á rautt hár hans slær silfurslikju og hann er toginleit- ur með guðræknissvip; við bein hans tollir ekki hold, það má sjá þau bif- ast, en augun sljó, móleit. Hann er læs og skrifandi og kann að leggja saman tölur. Þegar einhver fær bréf, fer hann með það til hr. Schaeffer. Flest bréfin eru dapurleg og í nöldur- tón. Hr. Schaeffer diktar mjög oft upp ánægjulegri tíðindi en les ekki það sem stendur skrifað. í svefnskál- anum eru tveir aðrir læsir. Samt sem áður kemur annar þeirra með bréfin sín til hr. Schaeffer, sem er ætíð hjálp- samur við að hagræða sannleikanum- Hr. Schaeffer fær aldrei póst, ekki einu sinni á jólunum; svo er að sjá sem hann eigi enga vini fyrir utan fangelsið, og reyndar á hann engan þar — engan sérstakan. Því var þo ekki alltaf svo farið. Á sunnudegi fyrir nokkrum vetrum sat hr. Schaeffer á tröppum svefn- skálans og telgdi brúðu. Hann er einkar laginn við það. Hann tálgaði hvern part fyrir sig, síðan tengdi hann iþá saman með svolitlum gormum; hendur og fætur hreyfast, kollurinn kinkar. Þegar hann hefur fyllt tylft' ina, tekur Stjórinn þær með í borg- ina, og þar eru þær seldar í kaupfélag- 24 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.