Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 12
urð lands vors í sál vora og ættum að magnast svo, að vér sæjum betur en aðrir leik á borði heimslífsins. Is- lendingar eiga að keppa „um metnað við frægustu þjóðir“. Hann var vitan- lega Landvarnarmaður í liópi þeirra Islendinga, er gerðu fyllstu kröfur til Dana, áður en vér losnuðum úr sam- bandi við þá og stofnuðum vort eigið lýðveldi. Hann trúði einnig því, að Thule væri ísland og nefndi hana Sóley, og ást hans á landinu skín í gegnum fjölda kvæða hans, þar sem hann rek- ur ætlunarverk þjóðarinnar. Hann trúði því, áð Papar hefðu komið hing- að til lands og haft liér búsetu, áður en land var numið, og hefir ritað bók um þetta, reynt að skýra hellana hjá Ægissíðu sem leifar frá tímabili Ira o.m.fl. I kvæðinu Skógarilmur lýsir hann, hversu andi hans vaknaði til vitund- ar um samband sitt við algeiminn og fann fyrsta vott skáldeðlis síns. Hann var þá harn að leikjum méð öðrum börnum úti í skógarrunni: ég brjótast og iða fann lífsins þrá í eggskurns hjúpi míns hjarta ég hreyfast fann einhvern kraft mér í sál, sem vængi hins ófleyga unga. I óbundnu máli í „Gullský“ (1897) lýsir hann þessu skynsambandi við al- heiminn og lýsir þar sjúkum manni, sem er að ná sér eftir veikindi og ligg- ur úti í túni í allri dýrð og unaði vor- kvöldsins. — „Hann fann eðli náttúrunnar streyma í gegnum taugar sínar og æð- ar, Iþetta tvíbrotna, hverfula eðli, sem þráir að lifa og þarf að deyja — vilji, vit og tilfinningar hans störfuðu í eining, eins og strengir á hljóðfæri, sem eru stilltir nákvæmlega saman — Framan við hverja ljóðabók, nema þá fyrstu, Sögur og kvœSi', hefir skáld- ið sett kvæði, sem prentað er með breyttu letri. Er það eins og heildar- sýn yfir dýpstu hugsanir kvæðanna í hverju bindi, eins konar forspil, gert af þeim stefjum, sem enduróma í kvæð- unum. I þessu fyrsta safni eru m.a. NorSurljós og Hvarf séra Odds frá Miklabœ. Stefjahreimur er forspilið að Hafblik- um. Þar er reynt að lýsa í dæmum, hvernig hræringar náttúrunnar birtast einstaklingsvitundinni í ljósi, lit og hljómi. I þessi safni eru m.a. 1 Slútnesi, Dettifoss og Kvöld í Róm. Forspilið að Hrönnum er kvæðið Eldur. Hver geisli á ætt sína að rekja til vilja skaparans og hefir mikið verk að vinna í baráttu við dauða og myrkur. Þessi heilagi eldur, sem birt- ist eins og ljós og hiti í sálum vorum, er ástin. Ást móðurinnar verður vega- ljós barnsins alla þess ævi. I mörgum kvæða sinna glímir skáldið við sam- band hins líkamlega og eilífa, efnis og anda, líkama og sálar. Hann telur eilífðina erfa þann anda, sem meitlað hefir sinn svip í ásýnd heimsins. I eilífðinni á sál vor heima. Þar er- 8 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.