Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 16
JÓN M. SAMSONARSON
/ glebinni
Það má hugsa sér, að dansleikir hafi
einkum verið framdir þar sem margt
var um manninn, en ekki er nauðsyn-
legt að gera ráð fyrir þeim eingöngu
þar sem fjölmenni er samankomið. Af
ummælum QDI* mætti jafnvel ætla,
að dans og vikivaki hefði fyrr á tím-
um eitthvað tíðkazt sem heimilis-
skemmtun. Oruggt er, að á fyrri hluta
14. aldar er dansleikur iðkaður á
biskupsstólnum á Hólum. Þá lét Laur-
entius biskup bera fyrir sér skriðljós
inn í stórustofu, þegar honum var
sagt, að dansleikur var hafður á kvöld-
um, og fyrirbauð slíkt þar á staðnum.
Eftir sögn Jóns frá Grunnavík var
gleði haldin í Skálholti við lok 17.
aldar, og séra Þorsteinn á Staðarbakka
getur um jólaleiki sem skólapiltar tóku
sér fyrir að halda á stólnum án vit-
undar og samþykkis skólameistara.
Séra Þorsteinn talar einnig um gleði-
leiki sem brúkaðir voru hér og þar
í landinu þar sem óráðvandur sollur
var samankominn, svo sem í sjóstöð-
um af verfólki. Um dansleik vermanna
er getið í vikivakakvæði:
* Qualiscunqe descriptio Islandiae.
Oftast fást þó einhverjir
sem orðum vilja hlýða,
við skulum ríða,
einkum þá menn arka í ver
og eru vanir að skemmta um stund,
við skulum ríða í lund;
veri þeir því velkomnir,
víst hvör þeim í huga ann,
við skulum ríða í lund þann;
með dansleik hafa drengir sér
drós oft kríað væna,
við skulum ríða í lund þann hinn
græna.
Þetta kemur heim við ummæli Eggerts
Ólafssonar, að gleðir tíðkist í nokkr-
um stærri verstöðum sunnanlands.
Stundum eru dansleikir tengdir gesta-
komu og veizlum. Sagan segir, að
margs konar leikar hafi verið í veizl-
unni á Reykhólum árið 1119, bæði
dansleikar, glímur og sagnaskemmtan.
Af því er að ráða, að í lok 12. aldar
eða á 13. öld hafi þótt eðlilegt, að
skemmt væri með dansleikjum í slíkri
veizlu. Það er getið um hringleik i
Hvammi hjá Sturlu Þórðarsyni árið
1171, og fór til alþýða heimamanna
og gestir. Guðmundur biskup Arason
er á ferð með menn sína: „Og u111
kveldið, er Guðmundur biskup var
12 FÉLAGSBRÉF