Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 16
JÓN M. SAMSONARSON / glebinni Það má hugsa sér, að dansleikir hafi einkum verið framdir þar sem margt var um manninn, en ekki er nauðsyn- legt að gera ráð fyrir þeim eingöngu þar sem fjölmenni er samankomið. Af ummælum QDI* mætti jafnvel ætla, að dans og vikivaki hefði fyrr á tím- um eitthvað tíðkazt sem heimilis- skemmtun. Oruggt er, að á fyrri hluta 14. aldar er dansleikur iðkaður á biskupsstólnum á Hólum. Þá lét Laur- entius biskup bera fyrir sér skriðljós inn í stórustofu, þegar honum var sagt, að dansleikur var hafður á kvöld- um, og fyrirbauð slíkt þar á staðnum. Eftir sögn Jóns frá Grunnavík var gleði haldin í Skálholti við lok 17. aldar, og séra Þorsteinn á Staðarbakka getur um jólaleiki sem skólapiltar tóku sér fyrir að halda á stólnum án vit- undar og samþykkis skólameistara. Séra Þorsteinn talar einnig um gleði- leiki sem brúkaðir voru hér og þar í landinu þar sem óráðvandur sollur var samankominn, svo sem í sjóstöð- um af verfólki. Um dansleik vermanna er getið í vikivakakvæði: * Qualiscunqe descriptio Islandiae. Oftast fást þó einhverjir sem orðum vilja hlýða, við skulum ríða, einkum þá menn arka í ver og eru vanir að skemmta um stund, við skulum ríða í lund; veri þeir því velkomnir, víst hvör þeim í huga ann, við skulum ríða í lund þann; með dansleik hafa drengir sér drós oft kríað væna, við skulum ríða í lund þann hinn græna. Þetta kemur heim við ummæli Eggerts Ólafssonar, að gleðir tíðkist í nokkr- um stærri verstöðum sunnanlands. Stundum eru dansleikir tengdir gesta- komu og veizlum. Sagan segir, að margs konar leikar hafi verið í veizl- unni á Reykhólum árið 1119, bæði dansleikar, glímur og sagnaskemmtan. Af því er að ráða, að í lok 12. aldar eða á 13. öld hafi þótt eðlilegt, að skemmt væri með dansleikjum í slíkri veizlu. Það er getið um hringleik i Hvammi hjá Sturlu Þórðarsyni árið 1171, og fór til alþýða heimamanna og gestir. Guðmundur biskup Arason er á ferð með menn sína: „Og u111 kveldið, er Guðmundur biskup var 12 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.