Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 10
ALEXANDER JÓHANNESSON
Einar Benediktsson
1864 - 1964
I haust, hinn 31. október, eru 100 ár
liðin frá fæðingu Einars skálds Bene-
diktssonar. Stjórn hf. Braga mun heiðra
minning hans með því að reisa hon-
um minnisvarða, er gert hefir Ásmund-
ur myndhöggvari Sveinsson, og gefa
út ljóð hans í veglegri útgáfu, en hef-
ir auk þess í huga, síðar meir, að
gefa út skýringar á 24 torskildustu
kvæðum hans eftir séra Sigurð Einars-
son í Holti.*
Það hefir verið sagt, að í kvæðum
Einars Benediktssonar sé einhver hin
mesta andans auðlegð, sem nokkur Is-
lendingur hefir gefið þjóð sinni. Vér
íslendingar eigum því láni að fagna
að hafa á öllum tímum eignazt stór-
skáld, er hafa haldið lífinu í þjóðinni,
því að
tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
eins og Matthías Jochumsson kemst
* Fjölmarglr Islendingar hafa, fyrr og
síðar, ritað um skáldið og ævi hans. En
itarlegasta ævisögu hans hefur próf. Stein-
grímur J. Þorsteinsson samið og birt i 2.
bindi rits síns Laust mál, úrval, er kom
út 1952 (bls. 529—752).
6 FÉLAGSBRÉF
að orði í kvæðinu til Vestur-Islend-
inga um íslenzka tungu. íslendingar
hafa í þúsund ár iðkað íþrótt Braga
og fágað tungu sína. Þeir hafa í hug-
arsýn hrifizt og leitt þjóðina fram á
þenna dag. Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar hafa verið útgefnir yfir 50
sinnum og margar ljóðabækur hafa
verið slitnar upp af mikilli notkun,
aðrar hafa verið gefnar oftsinnis út,
og allt fram á þenna dag hafa fornar
bragreglur, er vér hlutum í arf frá
fornum germönskum forfeðrum vor-
um, haldizt, þótt aðrar germanskar
þjóðir hafi yfirgefið þær. En að öðru
leyti hafa bragirnir, einnig meðal ann-
arra germanskra þjóða, haldizt. Til
braghátta telst m.a. reglubundið hljóð-
fall og endarím og haldast þessar regl-
ur í öllum germönskum málum, og
þegar mikið er haft við í þessum mál-
um, er stundum skotið inn stúðluðum
vísupörtum, eins og t.d. hjá A. C■
Swinburne í mörgum ljóða hans. Er
mjög mikið af frjálsum stuðlum í
skáldskap þessa meginskálds Englend-
inga, en ekki virðist hann hafa kunn-
að gamalgermanskar bragreglur eða