Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 35

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 35
flytjendur dásama jákvæða gagnrýni, en ef aðfinnslum bregður fyrir, lileyp- ur sviði um sál og líkama. Gagnrýn- anda er þá oft brugðið um vítaverðan þekkingarskort eða jafnvel persónu- lega óvild. Vafalaust er þetla satt í mörgum tilfellum en þó líklega sjaldn- ar en af er látið. Vonandi lærist íslenzkum tónflytj- endum einhverntíma að meðtaka skrif gagnrýnandans með skynseminni frem- ur en tilfinningunum. Þá fyrst mun þeim skiljast að hann vill vera þeim til aðstoðar fremur en trafala við upp- byggingu tónmenningar vorrar. S I G U R Ð U K A. MAGNÚSSON Milliliðir Þó kannski sé ljótt frá því að segja, hef ég ævinlega litið á listgagnrýni sem hálfgert skítverk — að því leyti sem hún felur í sér liarða dóma eða jafnvel fordæmingu á alvarlegri við- leitni skapandi einstaklinga. En mér hefur afturámóti aldrei blandazt liug- Ur um, að þetta „skítverk“ væri nauð- synlegt að vinna, ekki aðeins vegna fiienningjjrinnar, þjóðfélagsins eða al- 'nennra neytenda, heldur líka vegna listamannanna sjálfra. Af tvennu illu 'ekur listamaður undantekningarlaust harða og jafnvel óréttláta gagnrýni f'amyfir algera þögn. Hlutverk listgagnrýni hef ég skilið sv°, að gagnrýnandinn sé fyrst og Hemst meðalgöngumaður milli lista- ,r|annsins og væntanlegra listneytenda, hvort sem þeir eru lesendur, áheyrend- Ur e®a áhorfendur — ekki í þeim skiln- 81 að hann sé sérlegur umboðsmað- ur listamannsins með heimild til að út- leggja verk hans, heldur í þeim skiln- ingi að hann er nokkurskonar full- trúi neytenda sem lætur uppi skoðun sína á eðli og ásigkomulagi „vörunn- ar“ að vandlega athuguðu máli. (Hér á ég að sjálfsögðu við gagnrýni einsog hún er stunduð á íslandi í blöðum og tímaritum — ekki þá æðri gagn- rýni sem felst í yfirlitsgreinum og rækilegum ritgerðum um einstaka höf- unda, tímabil eða stefnur í listum og bókmennlum). Ég hef stundum verið spurður, hvernig ég dirfist að koma fram opin- berlega og leggja dóm á ljóð sem tjáir kannski harm heillar ævi, eða bók sem höfundur hefur legið yfir ár- um saman, eða leiksýningu sem hópur leikara hefur lagt sál sína í með margra vikna látlausu erfiði. Þarf ekki meira en lítið sjálfstraust til að leyfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.