Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 29
ÚLAFUR JÓNSSON Um Tarjei Vesaas Bókmenntaverðlaunum Norðurlanda- ráðs hefur nú verið úthlutað þrívegis, og hafa þau hlotnazt skáldsagnahöf- undi hverju sinni, sænskum, finnskum, norskum. í ár hlaut Tarjei Vesaas þau fyrir skáldsögu sína Is-slottet sem kom út í fyrrahaust. Tarjei Vesaas er orðinn ærið af- kastamikill höfundur og hefur á 40 ára ritferli birt yfir 30 hækur, skáld- sögur, smásögur, leikrit, Ijóðmæli. Hann er fæddur árið 1897, á Þela- mörk, og mun þelamerkurmá’l vera uppistaða liinnar hlæfögru nýnorsku sem hann ritar; en Vesaas er talinn oinhver stílsnjallastur höfundur á þá iungu síðan Olav Duun leið. Vesaas mun hafa byrjað heldur s,nátt. Auk ásækinnar lilfinningasemi °g rómantísku var þunglamaleg tákn- stefna honum löngum fjötur um fót, vandi hans mestur að samhæfa hana raunsýnni frásagnaraðferð. Af fyrri verkum hans má nefna sveitasögurnar Deí store spelet og Kvinnor ropar heim, báðar frá fjórða tugi aldarinn- ar- Þeim hefur verið jafnað til verka Hamsuns og Duuns, og má ætla af því að þær þyki nokkurs verðar. En mest- an frama vann Vesaas sér með skáld- sögunni Kimen sem kom út 1940, og fylgdi honum eftir að styrjöld lokinni með Husct i mörkret, 1945, og Bleike- plassen, 1946. Huset i mörkret hefur verið kölluð fremsta „hernámssagan“ í norskum bókmenntum; þetta er tákn- saga með auðgreindum Kafka-áhrif- um, þung í vöfum en áhrifamikil. Síð- an hafa táknvísi og raunsæi átt far- sæla samleið í verkum Vesaas, hvort heldur hreinræktuðum táknsögum eins og Brannen, 1961, eða raunsæilegum hversdagssögum eins og Fuglane, 1957 — sem kannski er alfremsta verk hans til þessa. Á þessum tíma hefur hann einnig birt athyglisverð ljóð og smá- sögur; sagan sem birtist hér er sótt í smásagnasafnið Vindane sem kom út 1952. Síðasla saga Tarjei Vesaas, Is- slottet er sérkennilegt og áhrifamikið verk, og að því skapi vandlýst. Er leyfilegt að tala um „innileika“ í stíls- liætti? Þá væri freistandi að kalla stíl Vesaas á þessari sögu innilegan, tala um ást hans á mannlegu lífi og fín- lega, nærfærna túlkun þess í verki hans. Sú veröld sem honum er í mun að bókfesta er innri veröld, síbreytilegt landslag sálarinnar þar sem allt það FÉLAGSBRÉF 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.