Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 42
urnar. Hann óskar einskis frekar en að við, áhorfendur, sýnum honum sanngirni og skilning, eða a.m.k. alúð og velvild. Hann snýr sér til samfélaga sinna í þeirri von að fá hljómgrunn, mannlegt svar. Auk þess verður hann að lifa á vinnu sinni. Sé þetta svo, þá skilst mönnum, að gagnrýnandinn sé í ærið miklum vanda staddur. Starf- semi hans er í sjálfu sér oft misskilin frá upphafi — bæði af listamanninum og aðdáendum hans. Gagnrýnandinn er álitinn vera vondur maður, sem raskar sjálfsánægju alþýðunnar og sjálfstrausti listamannsins, og verra en það: Hann er grunaður um atvinnu- róg. Nú er því sannarlega ekki alltaf að fagna, að listamaðurinn svari þeirri mynd, sem ég hef dregið hér upp. Vandast þá málið, því að margir koma fram á vettvangi listar, knúnir af öðrum en listrænum hvötum. Gagnrýnandinn vill sízt láta blekkjast af kunnáttuleysi í gervi óskapnaðar-frumleika, af kald- hæðni trúða og sjálfkjörinna sénía, af brögðum grínfugla og skopleikara þjóðfélagsins, af dsingóistum og bítl- um af öllu tagi, því að allir reyna þeir að notfæra sér það úrræðaleysi mik- ils hluta almennings, sem ég á öðrum stað nefndi hið lítt ræktaða „nomans- land“ listskilnings. Andspænis slíkum fyrirbærum verður gagnrýnandinn að herða hug sinn og • láta ekki undan, þótt hann megi fastlega reikna með því, að hvortveggja ráðist á hann: gervilistin sjálf og múgsefjunin sem hún veldur. Verður hann því að hætta á það, að fá þá fiðlu í höfuð sér, sem hann reynir að spila sannleikann á. Misskilningur getur verið svo afar ánægjulegur! Þegar Hitler fyrirskipaði á sínum tíma, að nær öll nútímalist væri úr- kynjuð, greip fögnuður samlanda hans, oddborgara, menntaða og ómenntaða, eins og faraldur. Til þess að þessi hæstaréttardómur í listmálum fengi að standa óhagganlegur, var ekki nema rökrétt, að listagagnrýni var bönnuð með öllu. Með þessu athæfi var þung- um bagga létt af herðum alþýðumanns- ins. Hann var losaður undan þeirri ábyrgð að hugsa sjálfur, að vera sjálf- ur dómbær, og um leiff sviptur and- legu sjálfstæði og tign hins frjálsa manns. Ég hygg, að ekkert sögulegt dæmi sýni betur, að gagnrýnandi berst í raun og veru fyrir andlegu frelsi. Honum er falið það göfuga hlutverk að móta og skerpa listræna samvizku síns tíma, í samstarfi með öllum þeim aðilum, sem áður var drepið á. III Þannig stendur gagnrýnandinn milh alþýðu og listamannsins. Nú mætti með sanni spyrja, hvernig hann geti forð- azt að verða hinum þriðja aðila að bráð, nefnilega sjálfum sér? Hvernig getur hann komið í veg fyrir að blind- ast af sínum eigin ismum og kreddum, hann, sem alltaf þykist vita betur? Hvernig sker hann úr um það, hvort það, sem honum sýnist vera sannleikur, 38 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.