Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 45

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 45
að vera fjarri veruleikanum. Og jafn- an má gera sér grein fyrir sameigin legu tungutaki bókmennta, eða lisla, víða um lönd, við misjafnar kringum- stæður. Það er eitt lilutverk gagn- rýnandans, með mörgum öðrum, að benda á og skýra þetta samhengi bókmenntanna í tíma og rúmi; hann þarf að vera fær um að leggja mat á nýjungar í ljósi þess sem á undan er farið og þess sem er að gerast annars staðar; en hann má aldrei láta forn frægðarverk eða afrek annarra skyggja °maklega á það sem er ungt og upp- vaxandi kringum hann. Gagnrýnanda er óþarft að skoða starf sitt sem upp- eldi höfunda eða lesenda; hann má ekki vefjast í þeirri villu að hans eigin smekkur sé óbrigðull og einn réttur; en lionum er nauðsyn að trúa á rétt- m*ti skoðana sinna. Þetta réttmæti sannar hann (eða afsannar) með mál- Hutningi sínum, þeirri greinargerð sem ber uppi mat hans. Þess vegna er góður gagnrýnandi jafnan góður rithöfundur sjálfur: hann tjáir við- ^rögð sín við listaverkum og verður því í senn að vera fær um að bregð- ast vr® þeim og lýsa viðbrögðunum svo að veki áhuga og skilning les- Rnda. Þá fyrst kunna niðurstöður hans að verða nokkurs metnar. En þannig getur mikilhæfur gagnrýnandi haft ó- mæld áhrif á bókmenntir og bókmennta- skoðanir síns tíma: strf hans getur verið uPPeldisstarf til góðs eða ills. _ Hér á landi kann að sinni að vera emna mest þörf á harðri og agasamri gagnrýni. í litlu hverfi, á útkjálka er jafnan hætt við nesjamennsku, undan- slætti í smekk og viðhorfum; menn una því sem ekki er nema hálfgilt og hálfvolgt af því annað betra er ekki á boðstólum; miðlungsmennskan, hálf- mennskan kemst í fyrirrúm af því að hún er jafnan fyrirferðarmest. Þessu hlýtur gagnrýnandi að verjast: hann hlýtur að vísa á bug ónýtu handverki, upp- lognum hæfileikum, misskilningi, til- gerð. Það er skylda hans við lesendur sína og ábyrgðarhluti lians fyrir bók- menntunum, ekki sízt þess gagnrýn- anda sem fjallar um dægurmál í dag- blöð. En jafnframt hlýtur gagnrýn- andi að forðast að reisa kröfur sem ekki verður fullnægt; hann hlýtur að gera sér raunhæfa grein fyrir mögu- leikum og takmörkunum þess menn- ingarhverfis þar sem hann lifir; hann hlýtur jafnan að halda augunum opn- um fyrir loflegri viðleitni hversu smá- felld sem hún sýnist. Og okkur er, í öðru lagi, þörf á vandaðri og vandlátri fræðilegri gagn- rýni sem taki upp sígildar bókmennt- ir okkar til nýrrar og nýrrar skoðun- ar, megni að varpa á þær nýju ljósi þess lífs sem nú er lifað, vekja á þeim nýjan áhuga og skilning. Menn- ingararfur okkar og saga er endanleg sönnun þess að nú á dögum þurfum við sízt að una kotungshætti í menn- ingarefnum fremur en öðrum, — svo lengi sem arfurinn er lifandi þáttur okkar eigin menningar. Áhugi, eftirtekt, umræða er öllu FÉLAGSBRÉl' 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.