Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 32
ritað um langt mál, en næsta ósenni- legt tel ég að sú saga kæmi nokkrum manni að gagni. Ég er enginn sér- fræðingur í listum, heldur dæmi- gerður amatör eða áhugamaður, enda hafa ritstörf þessi ætíð verið algert tómstundaverk eins og þeirra listdóm- enda sem mér eru jafnaldra eða á undan gengnir. En tímarnir voru aðr- ir fyrir tuttugu árum — þá urðu leikhúsmennirnir sjálfir að hafa list sína í hjáverkum, og um fjölmarga listamenn aðra gegndi sama máli. Enn ræður gamla lagið að nokkru leyti, en mikið og margt hefur breytzt góðu heilli; og nýir tímar heimta nýja siði. Nú á dögum verður að gera þá kröfu að gagnrýni sé ekki aðeins fal- in misjafnlega ritfærum áhugamönn- um, heldur sérmenntuðum höfundum er geti helgað sig alla vandasömu starfi sínu, eigi víðan sjónhring, mikla þekkingu og sanna mennt auk þeirra eðlisgáfna sem aldrei má skorta. Gagnrýnendur þurfa helzt að kunna skil á öllum sköpuðum hlutum og vita raunar drjúgum meira en heimtað verð- ur af nokkrum dauðlegum manni með sanngirni. Starf þeirra er ekki og getur ekki orðið neinn dans á rós- um og sízt af öllu fallið til almennr- ar virðingar og vinsælda. Þó að sumir lesendur séu þeim þakklátir og aðrir láti skrif þeirra liggja á milli hluta, eru hinir jafnan ófáir sem telja þá heimska eða lítilsiglda eða illa inn- rætta og jafnvel allt þetta; við því er ekkert að gera. En óvíða í heimi mun lakar búið að listdómendum en á landi hér að því ég 'bezt fæ séð, þeir mega kallast utangarðsmenn og ekki taldir til rithöfunda, störf þeirra harla lítils metin. Af opinberri hálfu er þeim enginn sómi sýndur, nema ef til vill þeim sem gefið hafa út skáldverk af einhverju tagi — eða hefur nokk- ur gagnrýnandi hlotið höfundalaun eða utanfararstyrk eða aðra viður- kenningu allt til þessa dags? Nei, aldrei svo ég viti. Og þó er engum eins mikil þörf og einmitt þeim að fylgjast með því sem gerist í hinum stóra heimi, forðast lieimalningshátt, forpokun og þröngsýni. Laun og tekj- ur gagnrýnenda þekki ég ekki, en þau hafa löngum verið mjög skorin við nögl, enda afköst og vandvirkni tíð- um eftir því; en höfundar þessir geta ekki lifað á loftinu einu fremur en aðrir. Það er að sjálfsögðu hægt að semja marga listdóma á skömmum tíma með því að kasta til þeirra hönd- um, skeyta hvorki um skömm né heiður; en starfið er ótrúlega tíma- frekt ef sæmilegum árangri skal náð. Eins og enn er ástatt er það borin von að starf gagnrýnandans freisti ungra efnilegra manna og það er þvi miður í rauninni mergurinn málsins. í æsku minni kom engum til hugar að leggja stund á aðrar greinar en þær sem líklegar þóttu til embætta og opinberra starfa, enda heimskreppan mikla í algleymingi; nú virðast ungn menntamenn ekki liika við að nema það sem hugurinn girnist, þeir halda 28 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.