Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 17
genginn til svefns, en þeir til baðs er 'það Hkaði, þá var sleginn dans í stof- unni.“ Þorgils skarði ríður til Hrafna- gils og er vel fagnað: „Honum var kostur á boðinn, hvað til gamans skyldi hafa, sögur eða dans, um kveld- ið.“ Hér er að vísu ekki öruggt hvort átt er við dansleik eða danskvæði. Frá síðari tímum má nefna hliðstæð- ar heimildir. Höfundur QDI gerir ráð fyrir, að gestum sé skemmt með dansi og vikivaka. Og í riti frá 17. öld er sagt frá veizlu sem á að hafa verið hjá Birni Guðnasyni í Ögri: ?,Var þá stofnuð veizla virðulig, svo biskup drakk með öllum sínum mönn- um marga daga, einnig drakk það fólk er Björn hafði saman dregið, hverir með öðrum, og skemmtu sér svo: Fólkið um daga með glímum, dansi °g annarri gleði, var fólkinu skammt- að vín milli máltíða, því þá var hér engelsk sigling og var mest vín drukk- •ð, en höfðingjar sem voru með hvoru- tveogjum sátu við drykkju og skemmt- un alla daga, svo engir sinnuðu, hvorki rneiri háttar menn né minni.“ Af þessum munnmælum verða að vísu ekki dregnar ályktanir um veizlur í Ogri á dögum Björns Guðnasonar, en þau bera hugmyndum manna á 17. öld vitni. Þá má nefna ádeilukvæði sem til er í handriti frá 17. öld. Þar er brugðið upp mynd af veizlu eða gestaboði. Sá sem veizluna lieldur er ýmist nefndur yfirboðari, á'bóti eða skriftafaðir, og veizlan á að standa í l)rjá daga. Þar er m.a. dans til gleði, en raunar er ekki öruggt, að átt sé við dansleik: Seggir sætin fá með frí, fyrirbúin er veizlan ný, drykkjarstaupin detta í, dansinn upp þeir slá. Þegar völdunum varir minnst, velta þeir frá. Samkoma þar sem fólk skemmti sér við dansleiki nefndist glefii. Annað nafn á samkomunni er vökunótt. Það kemur alloft fyrir, og á lúterskum tímum virðist orðið svipaðrar merk- ingar og gleði, Páll Vídalín talar um vökunætur sem voru kallaðar gleði, en eitthvað kynni merking að hafa verið þrengri og ákveðnari í orðinu vökunótt. Öðrum nöfnum en gleði og vökunótt bregður aðeins fyrir. Gleði- nætur eru nefndar í bréfi Jóns Illuga- sonar til Svarfdælinga, gleðivaka er í fyrirsögn vikivakakvæðis í kvæðabók séra Bjarna í Þingmúla, og orðið vaka er haft eitt sér í merkingunni gleði í Elenar kvæði. Jón Árnason hugsaði sér, að gleðin hefði einkum farið fram á helgum dögum, á vökum kirkjunnar og þó einkum á jólanótt og um jólaleytið. Þessu má finna nokkurn stað. Höfund- ur QDI skýrir frá vökunóttum með dansi og gleðileikjum á vökum helgra manna, og í prestastefnusamþykktum árið 1592 er talað um vökunætur og hestaþing á löghelgum tíðum og á FÉI.AGSBRÉF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.