Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 37

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 37
rækja hlutverk gagnrýnandans með sæmilegum árangri. Mér hefur aldrei flogið í hug, að ég væri að fella endan- legan dóm, sem ekki yrði hrundið, um neitt það verk sem ég hef tekið fyrir, og aldrei hefur það lieldur flökrað að mér, að ég væri lærimeist- ari eða leiðbeinandi þeirra höfunda sem ég hef skrifað um. Sumir virðast ætla, að gagnrýnandinn hljóti að telja sig geta samið betri verk en þau sem hann tekur óblítt á. Fátt er fjær sanni. Neikvæð viðbrögð mín við tilteknu verki stafa ekki af því, að ég liefði að eigin áliti getað gert betur, heldur af því að höfundurinn hefði að minni hyggju getað gert betur og átt að gera það. En vitanlega er slíkt oftast einskær óskhyggja. Væntanlega þarf ekki að fara um 'það mörgum orðum, að gagnrýnendur eru upptil hópa mjög svo mennskir í viðbrögðum sínum engu síður en aðrir Adams niðjar, og oft skilur }>að eftir spor í skrifum þeirra. Búksorgir, skatla- mál, veðurfar, bilað öryggi eða sprung- ln ljósapera, brotin rúða eða stíflaður vaskur — allt getur þetta hal't sín áhrif á skap gagnrýnandans daginn sem hann les þessa ákveðnu bók, en svo getur allt leikið í lyndi daginn sein hann les næstu bók, og })essi geðbrigði koma með einhverjum hætli fram í dómum hans. Af þessum sökum og ótal- morgum öðrum er gagnrýni ákaflega afstætt fyrirbrigði — en hún er því miður bráðnauðsynleg, og engir mundu harnia það meir en listamennirnir, sem sífellt er verið að dæma, ef hún legðist af. Um leikgagnrýni gegnir í stórum dráttum svipuðu máli og um bók- menntagagnrýni, nema hvað hún krefst meiri sérþekkingar á tilteknum tækni- legum atriðum í sambandi við leiksýn- ingar. Hlutverk leikgagnrýni er að skapa tengsl milli leikhússins og vænt- anlegra leikhúsgesta. Þetta hlutverk verður ekki rækt að gagni nema bæði sé reynt að kryfja sjálft leikritið og fjalla um túlkun þess á sviðinu, og er í því sambandi höfuðatriði að gera sér Ijóst, hvað fyrir leikstjóranum vak- ir og hvernig hann skilur verkið. Gagnrýnandinn telur það ekki hlut- verk sitt að veita leikstjóra eða leik- endum tilsögn, þó hann fetti fingur útí eilt og annað á sýningu. Fullunnin leik- sýning er hliðstæð við fullgerða bók, og hlutverk gagnrýnandans er fyrst og fremst að lýsa viðbrögðum sínum við hinu skapaða listaverki, reyna að kryfja það til mergjar bæði fræðilega og tæknilega. Það segir sig sjálft að hver leik- gagnrýnandi hefur -—■ eða ætti að hafa — ákveðnar skoðanir á því hvernig leiklist eigi að vera. Það er nokkurs- konar kjölfesta hans. En hann verður mjög að gæta þess að loka sig ekki inni í heimatilbúnu fangelsi. Einn mesti vandi hvers gagnrýnanda er ugg- laust sá að halda öllum gluggum á gátt, vera opinn gagnvart hverju sem að höndum ber, en beita síðan dóm- greind sinni, eðlisávísun og þekkingu FÉLAGSBRÉF 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.