Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 41

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 41
það væri einmitt tilgangur menntunar og andlegs frelsis að taka á sig erfiði slíks uppgjörs, að öðlast þann þroska, sem leyfir þeim að verða sjálfir dóm- bærir á bókmenntir og listir. Nú er þetta uppgjör sannarlega erf- iðara og vandasamara en hin bjart- sýna dirfska æskunnar gerir sér grein fyrir. Þó finnst mér, að hér hafi verið skýrt og afdráttarlaust sýnt fram á, í hverju menningar- og hugsanafrelsi frjáls þjóðfélags er fólgið. Eins ljóst er, að það er ekki fyrirhafnarlaust, að þjóðfélagið og einstaklingur þess öðl- ist slíkt frelsi. í grein sinni „Hugleiðingar um list- gagnrýni“, sem Magnús Skúlason birti í Vísi (20/7 1964), bendir hann rétti- lega á þrjú atriði, sem slíkt uppgjör er háð: a) lágmarksskilning á list, eðli henn- ar og þróun b) þekkingu, sem er óhjákvæmileg til slíks skilnings c) rökrétta hugsun. Þar með er skýrt tekið fram, að ekki n*gja óljósar persónulegar skoðanir, eða brjóstvitið eitt, til að taka gilda afstöðu til lista og menningar. Sjálfur hef ég bent á það, hverjum vandkvæðúm það er bundið, er alþýðumaður freistar sbks uppgjörs. Hann stendur einn síns liðs á vettvangi síns tíma, milli afla, sem ýmist laða hann að sér, eða hrinda honum frá sér. Hann verður að gera UPP milli þeirra afla, til að öðlast skilning á list og menningu síns tíma og á sjálfum sér. Afstaða hans væri vonlaus, ef hann gæti ekki notið lið- veizlu og aðstoðar þeirra stofnana og aðila, sem þjóðfélagið kemur sér upp í því skyni: Það eru söfn og forráða- menn þeirra, skólar, kennarar, fræði- menn, rithöfundar, bækur, tímarit, dag- blöð og síðast en ekki sízt gagnrýn- andinn. Þar með er hlutverki gagnrýnandans eiginlega þegar lýst. Svo framarlega sem hann á erindi til almennings, vill hann stuðla að því, að sjónhringur al- menns listskilnings víkki. Hann vill efna til samræðna milli listamanns og áhorfanda, — hann leitast við að láta þá mætast. Þáttur hans í þessum sam- ræðum er að benda á öll þau atriði, er lúta að lögmáli listsköpunar og list- rænnar tjáningar, til þess eins að lista- verkinu sé veitt móttaka af alþýðu manna. Enda þótt hann sé stöðugt að leitast við að finna betri og óskeikulli mælikvarða, þá er öðru nær en hlut- verk hans sé að fordæma, vita betur eða „stimpla“ listaverk. II Lítum nú á afstöðu gagnrýnandans til listamannsins. Mér er fullljóst, að listamaðurinn, samfélagi okkar, þarf á „pu[b]ikum“ að halda. Hann opin- berar okkur hugsun sína, hugljúfustu sálaráhrif sín og harm- eða gleði- þrungna reynslu sína af tilveru okkar. Hann stendur andspænis okkur vernd- arlaus, viðkvæmur og mjög auðsæran- legur, enda hefur hann lagt allt í söl- FÉLAGSBRÉF 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.