Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 41

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 41
það væri einmitt tilgangur menntunar og andlegs frelsis að taka á sig erfiði slíks uppgjörs, að öðlast þann þroska, sem leyfir þeim að verða sjálfir dóm- bærir á bókmenntir og listir. Nú er þetta uppgjör sannarlega erf- iðara og vandasamara en hin bjart- sýna dirfska æskunnar gerir sér grein fyrir. Þó finnst mér, að hér hafi verið skýrt og afdráttarlaust sýnt fram á, í hverju menningar- og hugsanafrelsi frjáls þjóðfélags er fólgið. Eins ljóst er, að það er ekki fyrirhafnarlaust, að þjóðfélagið og einstaklingur þess öðl- ist slíkt frelsi. í grein sinni „Hugleiðingar um list- gagnrýni“, sem Magnús Skúlason birti í Vísi (20/7 1964), bendir hann rétti- lega á þrjú atriði, sem slíkt uppgjör er háð: a) lágmarksskilning á list, eðli henn- ar og þróun b) þekkingu, sem er óhjákvæmileg til slíks skilnings c) rökrétta hugsun. Þar með er skýrt tekið fram, að ekki n*gja óljósar persónulegar skoðanir, eða brjóstvitið eitt, til að taka gilda afstöðu til lista og menningar. Sjálfur hef ég bent á það, hverjum vandkvæðúm það er bundið, er alþýðumaður freistar sbks uppgjörs. Hann stendur einn síns liðs á vettvangi síns tíma, milli afla, sem ýmist laða hann að sér, eða hrinda honum frá sér. Hann verður að gera UPP milli þeirra afla, til að öðlast skilning á list og menningu síns tíma og á sjálfum sér. Afstaða hans væri vonlaus, ef hann gæti ekki notið lið- veizlu og aðstoðar þeirra stofnana og aðila, sem þjóðfélagið kemur sér upp í því skyni: Það eru söfn og forráða- menn þeirra, skólar, kennarar, fræði- menn, rithöfundar, bækur, tímarit, dag- blöð og síðast en ekki sízt gagnrýn- andinn. Þar með er hlutverki gagnrýnandans eiginlega þegar lýst. Svo framarlega sem hann á erindi til almennings, vill hann stuðla að því, að sjónhringur al- menns listskilnings víkki. Hann vill efna til samræðna milli listamanns og áhorfanda, — hann leitast við að láta þá mætast. Þáttur hans í þessum sam- ræðum er að benda á öll þau atriði, er lúta að lögmáli listsköpunar og list- rænnar tjáningar, til þess eins að lista- verkinu sé veitt móttaka af alþýðu manna. Enda þótt hann sé stöðugt að leitast við að finna betri og óskeikulli mælikvarða, þá er öðru nær en hlut- verk hans sé að fordæma, vita betur eða „stimpla“ listaverk. II Lítum nú á afstöðu gagnrýnandans til listamannsins. Mér er fullljóst, að listamaðurinn, samfélagi okkar, þarf á „pu[b]ikum“ að halda. Hann opin- berar okkur hugsun sína, hugljúfustu sálaráhrif sín og harm- eða gleði- þrungna reynslu sína af tilveru okkar. Hann stendur andspænis okkur vernd- arlaus, viðkvæmur og mjög auðsæran- legur, enda hefur hann lagt allt í söl- FÉLAGSBRÉF 37

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.