Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.10.1964, Blaðsíða 18
helgum dögum. Páli Stígssyni er boðið til gesta í Vík annan dag jóla 1555, 'því þar var vökunótt. Á prestastefnu árið 1675 er vitnað í bréf Magnúsar Jónssonar Iögmanns, að í Þorskafjarð- arþingi tíðkist allvíða, einkum á jóla- nótt árlega, að fólk samansafnist til dansleikja með slæmum kveðskap. Staðarfellsgleðin hafði langa líð fyrir 1695 verið haldin nóttina fyrir eða eftir nýársdag. Og í heimildum frá 18. öld og í munnmælum 19. aldar kveður mjög að jólagleðinni. Að sögn Jóns Ólafssonar frá Grunnavík var vikivakinn oftast hafður áður fyrr um jólaleytið og fram í föstuinngang, og það er útaf fyrir sig eðlilegur tími til dansleikja, hvað sem um heimild- ina má segja. í Færeyjum er þessi tími nefndur dansitíft. Gleðin hefur þó ekki verið einskorðuð við þann árstíma. Jörfagleðin hafði árið 1695 um og fyrir manna minni verið haldin á krossmessunótt um haustið eða 14. september. Ef dæma ætti eftir líkum einum saman, mætti hugsa sér, að hvorki hefði verið mikið um dansleiki yfir sumartímann né á föstum, en gleðitíminn hefði fremur verið að haust- lagi, á jólum og fram að föstu og á vorin. Víða kemur fram, eins og í QDI, að gleðin er haldin á nóttu. Það er tal- að um vökunætur og gleðinætur. Jón Ólafsson tekur fram, að bæði Jörfa- gleði og Staðarfellsgleði hafi verið haldnar á nóttu. Að sögn Jóns frá Grunnavík er vikivaki oftast hafður að næturlagi og að vetri til. Úr vikivaka- kvæði er: Þegja flestir nú í nótt, /nóg mig á því firnar. Að sögn Magnúsar frá Langholti voru gleðisamkomurnar tvær til þrjár á vetri, helzt í skamm- deginu, og stóð hver um sig nóttina út. Af heimildum um íslenzka dansleiki verður ekki annað ráðið en þeir hafi jafnan farið fram inni. Það er talað um, að hús séu skemmd á vökunótt- um, fólk gengur á gólf og um gólf og kveður á gólfi, húsið lifnar þá lýðir dansa o.s.frv. í þjóðsögum er það látið 'heita svo, að dansað sé í kirkjum, en ekki verður fullyrt, að það hafi tíðk- azt í raun og veru; fráleitt er það hins vegar ekki. En í þekktum heimildum er gleðin staðsett í bænum eða bað- stofunni. í gleðinni skemmti fólk sér á víxl við dans, vikivaka og hina ýmsu gleði- leiki. Gleðifólkið stígur dansinn og gengur um gólf í vikivaka, þegar á milli verður í gleðileikjunum. Dans- inn dunar, kvæði eru kveðin, og allt er á gangi í gleðistofunni. Af Crymo- gæuþýðingu má ráða, að kveðskapur var samfara öllum dansleikjum. Kvæði, kveðskapur, hreyfing og leikur eru þeir meginþættir sem fléttast saman í gleð- inni. Um hljóðfæraleik getur þv* nær aldrei í íslenzkum dansleikj- um. Ólafur Davíðsson nefnir tvo dæmi og bæði vafasöm; annað er úr íslandslýsingu J. Andersons, en hitt, sem er úr jólagleðinni á Þingevrum þar sem józkur maður á að hafa blásið í pípu, segir ekkert um íslenzkan sið. 14 FÉLAGSBRÉF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.