Félagsbréf - 01.10.1964, Page 18

Félagsbréf - 01.10.1964, Page 18
helgum dögum. Páli Stígssyni er boðið til gesta í Vík annan dag jóla 1555, 'því þar var vökunótt. Á prestastefnu árið 1675 er vitnað í bréf Magnúsar Jónssonar Iögmanns, að í Þorskafjarð- arþingi tíðkist allvíða, einkum á jóla- nótt árlega, að fólk samansafnist til dansleikja með slæmum kveðskap. Staðarfellsgleðin hafði langa líð fyrir 1695 verið haldin nóttina fyrir eða eftir nýársdag. Og í heimildum frá 18. öld og í munnmælum 19. aldar kveður mjög að jólagleðinni. Að sögn Jóns Ólafssonar frá Grunnavík var vikivakinn oftast hafður áður fyrr um jólaleytið og fram í föstuinngang, og það er útaf fyrir sig eðlilegur tími til dansleikja, hvað sem um heimild- ina má segja. í Færeyjum er þessi tími nefndur dansitíft. Gleðin hefur þó ekki verið einskorðuð við þann árstíma. Jörfagleðin hafði árið 1695 um og fyrir manna minni verið haldin á krossmessunótt um haustið eða 14. september. Ef dæma ætti eftir líkum einum saman, mætti hugsa sér, að hvorki hefði verið mikið um dansleiki yfir sumartímann né á föstum, en gleðitíminn hefði fremur verið að haust- lagi, á jólum og fram að föstu og á vorin. Víða kemur fram, eins og í QDI, að gleðin er haldin á nóttu. Það er tal- að um vökunætur og gleðinætur. Jón Ólafsson tekur fram, að bæði Jörfa- gleði og Staðarfellsgleði hafi verið haldnar á nóttu. Að sögn Jóns frá Grunnavík er vikivaki oftast hafður að næturlagi og að vetri til. Úr vikivaka- kvæði er: Þegja flestir nú í nótt, /nóg mig á því firnar. Að sögn Magnúsar frá Langholti voru gleðisamkomurnar tvær til þrjár á vetri, helzt í skamm- deginu, og stóð hver um sig nóttina út. Af heimildum um íslenzka dansleiki verður ekki annað ráðið en þeir hafi jafnan farið fram inni. Það er talað um, að hús séu skemmd á vökunótt- um, fólk gengur á gólf og um gólf og kveður á gólfi, húsið lifnar þá lýðir dansa o.s.frv. í þjóðsögum er það látið 'heita svo, að dansað sé í kirkjum, en ekki verður fullyrt, að það hafi tíðk- azt í raun og veru; fráleitt er það hins vegar ekki. En í þekktum heimildum er gleðin staðsett í bænum eða bað- stofunni. í gleðinni skemmti fólk sér á víxl við dans, vikivaka og hina ýmsu gleði- leiki. Gleðifólkið stígur dansinn og gengur um gólf í vikivaka, þegar á milli verður í gleðileikjunum. Dans- inn dunar, kvæði eru kveðin, og allt er á gangi í gleðistofunni. Af Crymo- gæuþýðingu má ráða, að kveðskapur var samfara öllum dansleikjum. Kvæði, kveðskapur, hreyfing og leikur eru þeir meginþættir sem fléttast saman í gleð- inni. Um hljóðfæraleik getur þv* nær aldrei í íslenzkum dansleikj- um. Ólafur Davíðsson nefnir tvo dæmi og bæði vafasöm; annað er úr íslandslýsingu J. Andersons, en hitt, sem er úr jólagleðinni á Þingevrum þar sem józkur maður á að hafa blásið í pípu, segir ekkert um íslenzkan sið. 14 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.