Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 45

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 45
að vera fjarri veruleikanum. Og jafn- an má gera sér grein fyrir sameigin legu tungutaki bókmennta, eða lisla, víða um lönd, við misjafnar kringum- stæður. Það er eitt lilutverk gagn- rýnandans, með mörgum öðrum, að benda á og skýra þetta samhengi bókmenntanna í tíma og rúmi; hann þarf að vera fær um að leggja mat á nýjungar í ljósi þess sem á undan er farið og þess sem er að gerast annars staðar; en hann má aldrei láta forn frægðarverk eða afrek annarra skyggja °maklega á það sem er ungt og upp- vaxandi kringum hann. Gagnrýnanda er óþarft að skoða starf sitt sem upp- eldi höfunda eða lesenda; hann má ekki vefjast í þeirri villu að hans eigin smekkur sé óbrigðull og einn réttur; en lionum er nauðsyn að trúa á rétt- m*ti skoðana sinna. Þetta réttmæti sannar hann (eða afsannar) með mál- Hutningi sínum, þeirri greinargerð sem ber uppi mat hans. Þess vegna er góður gagnrýnandi jafnan góður rithöfundur sjálfur: hann tjáir við- ^rögð sín við listaverkum og verður því í senn að vera fær um að bregð- ast vr® þeim og lýsa viðbrögðunum svo að veki áhuga og skilning les- Rnda. Þá fyrst kunna niðurstöður hans að verða nokkurs metnar. En þannig getur mikilhæfur gagnrýnandi haft ó- mæld áhrif á bókmenntir og bókmennta- skoðanir síns tíma: strf hans getur verið uPPeldisstarf til góðs eða ills. _ Hér á landi kann að sinni að vera emna mest þörf á harðri og agasamri gagnrýni. í litlu hverfi, á útkjálka er jafnan hætt við nesjamennsku, undan- slætti í smekk og viðhorfum; menn una því sem ekki er nema hálfgilt og hálfvolgt af því annað betra er ekki á boðstólum; miðlungsmennskan, hálf- mennskan kemst í fyrirrúm af því að hún er jafnan fyrirferðarmest. Þessu hlýtur gagnrýnandi að verjast: hann hlýtur að vísa á bug ónýtu handverki, upp- lognum hæfileikum, misskilningi, til- gerð. Það er skylda hans við lesendur sína og ábyrgðarhluti lians fyrir bók- menntunum, ekki sízt þess gagnrýn- anda sem fjallar um dægurmál í dag- blöð. En jafnframt hlýtur gagnrýn- andi að forðast að reisa kröfur sem ekki verður fullnægt; hann hlýtur að gera sér raunhæfa grein fyrir mögu- leikum og takmörkunum þess menn- ingarhverfis þar sem hann lifir; hann hlýtur jafnan að halda augunum opn- um fyrir loflegri viðleitni hversu smá- felld sem hún sýnist. Og okkur er, í öðru lagi, þörf á vandaðri og vandlátri fræðilegri gagn- rýni sem taki upp sígildar bókmennt- ir okkar til nýrrar og nýrrar skoðun- ar, megni að varpa á þær nýju ljósi þess lífs sem nú er lifað, vekja á þeim nýjan áhuga og skilning. Menn- ingararfur okkar og saga er endanleg sönnun þess að nú á dögum þurfum við sízt að una kotungshætti í menn- ingarefnum fremur en öðrum, — svo lengi sem arfurinn er lifandi þáttur okkar eigin menningar. Áhugi, eftirtekt, umræða er öllu FÉLAGSBRÉl' 41

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.