Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 42

Félagsbréf - 01.10.1964, Síða 42
urnar. Hann óskar einskis frekar en að við, áhorfendur, sýnum honum sanngirni og skilning, eða a.m.k. alúð og velvild. Hann snýr sér til samfélaga sinna í þeirri von að fá hljómgrunn, mannlegt svar. Auk þess verður hann að lifa á vinnu sinni. Sé þetta svo, þá skilst mönnum, að gagnrýnandinn sé í ærið miklum vanda staddur. Starf- semi hans er í sjálfu sér oft misskilin frá upphafi — bæði af listamanninum og aðdáendum hans. Gagnrýnandinn er álitinn vera vondur maður, sem raskar sjálfsánægju alþýðunnar og sjálfstrausti listamannsins, og verra en það: Hann er grunaður um atvinnu- róg. Nú er því sannarlega ekki alltaf að fagna, að listamaðurinn svari þeirri mynd, sem ég hef dregið hér upp. Vandast þá málið, því að margir koma fram á vettvangi listar, knúnir af öðrum en listrænum hvötum. Gagnrýnandinn vill sízt láta blekkjast af kunnáttuleysi í gervi óskapnaðar-frumleika, af kald- hæðni trúða og sjálfkjörinna sénía, af brögðum grínfugla og skopleikara þjóðfélagsins, af dsingóistum og bítl- um af öllu tagi, því að allir reyna þeir að notfæra sér það úrræðaleysi mik- ils hluta almennings, sem ég á öðrum stað nefndi hið lítt ræktaða „nomans- land“ listskilnings. Andspænis slíkum fyrirbærum verður gagnrýnandinn að herða hug sinn og • láta ekki undan, þótt hann megi fastlega reikna með því, að hvortveggja ráðist á hann: gervilistin sjálf og múgsefjunin sem hún veldur. Verður hann því að hætta á það, að fá þá fiðlu í höfuð sér, sem hann reynir að spila sannleikann á. Misskilningur getur verið svo afar ánægjulegur! Þegar Hitler fyrirskipaði á sínum tíma, að nær öll nútímalist væri úr- kynjuð, greip fögnuður samlanda hans, oddborgara, menntaða og ómenntaða, eins og faraldur. Til þess að þessi hæstaréttardómur í listmálum fengi að standa óhagganlegur, var ekki nema rökrétt, að listagagnrýni var bönnuð með öllu. Með þessu athæfi var þung- um bagga létt af herðum alþýðumanns- ins. Hann var losaður undan þeirri ábyrgð að hugsa sjálfur, að vera sjálf- ur dómbær, og um leiff sviptur and- legu sjálfstæði og tign hins frjálsa manns. Ég hygg, að ekkert sögulegt dæmi sýni betur, að gagnrýnandi berst í raun og veru fyrir andlegu frelsi. Honum er falið það göfuga hlutverk að móta og skerpa listræna samvizku síns tíma, í samstarfi með öllum þeim aðilum, sem áður var drepið á. III Þannig stendur gagnrýnandinn milh alþýðu og listamannsins. Nú mætti með sanni spyrja, hvernig hann geti forð- azt að verða hinum þriðja aðila að bráð, nefnilega sjálfum sér? Hvernig getur hann komið í veg fyrir að blind- ast af sínum eigin ismum og kreddum, hann, sem alltaf þykist vita betur? Hvernig sker hann úr um það, hvort það, sem honum sýnist vera sannleikur, 38 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.