Félagsbréf - 01.10.1964, Side 35

Félagsbréf - 01.10.1964, Side 35
flytjendur dásama jákvæða gagnrýni, en ef aðfinnslum bregður fyrir, lileyp- ur sviði um sál og líkama. Gagnrýn- anda er þá oft brugðið um vítaverðan þekkingarskort eða jafnvel persónu- lega óvild. Vafalaust er þetla satt í mörgum tilfellum en þó líklega sjaldn- ar en af er látið. Vonandi lærist íslenzkum tónflytj- endum einhverntíma að meðtaka skrif gagnrýnandans með skynseminni frem- ur en tilfinningunum. Þá fyrst mun þeim skiljast að hann vill vera þeim til aðstoðar fremur en trafala við upp- byggingu tónmenningar vorrar. S I G U R Ð U K A. MAGNÚSSON Milliliðir Þó kannski sé ljótt frá því að segja, hef ég ævinlega litið á listgagnrýni sem hálfgert skítverk — að því leyti sem hún felur í sér liarða dóma eða jafnvel fordæmingu á alvarlegri við- leitni skapandi einstaklinga. En mér hefur afturámóti aldrei blandazt liug- Ur um, að þetta „skítverk“ væri nauð- synlegt að vinna, ekki aðeins vegna fiienningjjrinnar, þjóðfélagsins eða al- 'nennra neytenda, heldur líka vegna listamannanna sjálfra. Af tvennu illu 'ekur listamaður undantekningarlaust harða og jafnvel óréttláta gagnrýni f'amyfir algera þögn. Hlutverk listgagnrýni hef ég skilið sv°, að gagnrýnandinn sé fyrst og Hemst meðalgöngumaður milli lista- ,r|annsins og væntanlegra listneytenda, hvort sem þeir eru lesendur, áheyrend- Ur e®a áhorfendur — ekki í þeim skiln- 81 að hann sé sérlegur umboðsmað- ur listamannsins með heimild til að út- leggja verk hans, heldur í þeim skiln- ingi að hann er nokkurskonar full- trúi neytenda sem lætur uppi skoðun sína á eðli og ásigkomulagi „vörunn- ar“ að vandlega athuguðu máli. (Hér á ég að sjálfsögðu við gagnrýni einsog hún er stunduð á íslandi í blöðum og tímaritum — ekki þá æðri gagn- rýni sem felst í yfirlitsgreinum og rækilegum ritgerðum um einstaka höf- unda, tímabil eða stefnur í listum og bókmennlum). Ég hef stundum verið spurður, hvernig ég dirfist að koma fram opin- berlega og leggja dóm á ljóð sem tjáir kannski harm heillar ævi, eða bók sem höfundur hefur legið yfir ár- um saman, eða leiksýningu sem hópur leikara hefur lagt sál sína í með margra vikna látlausu erfiði. Þarf ekki meira en lítið sjálfstraust til að leyfa

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.