Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 13
AB - fréttir
I síðasta Félagsbréfi var getið síðustu útgáfubóka ársins 1964, sem þá voru
ýmist komnar út eða væntanlegar næstu mánuði. Allmargar bækur hafa bætzt
við síðan, og verður sagt frá þeim hér á eftir. Þær hafa allar verið gefnar út
á þessu ári. I næsta Félagsbréfi verður ýtarlegar getið þeirra útgáfubóka Al-
tnentia bókafélagsins, sem út konia fyrir áramót.
Mannþing eftir Indriða G. Þorsteinsson
Mannþing er þriðja smásagnasafn Indriða G. Þorsteinssonar. I bókinni eru
ellefu sögur, skrifaðar á síðustu árum, en átta ár eru nú síðan höfundurinn sendi
frá sér annað smásagnasafn sitt. Indriði er tvímælalaust í hópi beztu smásagna-
itöfunda okkar, en skáldsögur hans, 79 af stöðinni og Land og synir, vöktu á
sínum tíma tnikla athygli og hlutu jafnt lof lesenda og gagnrýnenda. Þegar
síðarnefnda sagan kom út í hitteðfyrra, þótti hún almennt ein merkasta skáld-
saga íslenzk frá síðari árum. Indriði G. Þorsteinsson er tæplega fertugur að
aldri, en verk hans hafa þegar skipað honum í fremstu röð sagnahöfunda okkar,
°g má því vænta þess, að marga fýsi að kynna sér síðustu smásögur hans. Mann-
þing var janúar-bók Almenna bókafélagsins í ár. Hún er 131 blaðsíða að stærð,
prentuð í Víkingsprenti og bundin í Félagsbókbandinu.
Kina eftir Loren Fessler
Bókin um Kína eftir Loren Fessler er ellefta bókin í bókaflokknum Lönd og
IJjóðir. Fjórar fyrstu bækurnar úr þessum vinsæla bókaflokki eru þegar upp-
seldar og sumar hinna á þrotum. Eins og fyrri bækurnar um lönd og þjóðir, sem
Almenna bókafélagið hefur gefið út, lýsir Kína hinu mikla ríki að fornu og
nýju og er prýdd fjölmörgum myndum og uppdráttum. Fjallar bókin að hálfu
FÉLAGSBRÉF 5