Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 15
veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1964. Hún hefur komið út víða utn
lönd og hvarvetna þótt bókmenntaviðhurður.
Bókin fjallar um tvær litlar vinkonur, ellefu ára gamlar, Siss og Unn. Önnur
þeirra deyr í uppliafi bókarinnar, en síðan fjallar skáldið um hughrifin, sem
skapast af hinni undarlegu vináttu þeirra. 1 bókinni litast höfundurinn um í
völundarhúsi einmanaleikans og fjallar um sálarlíf barnanna af miklum inni
leik og innsæi. Klakahöllinn er 208 blaðsíður, prentuð og bundin í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar.
Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum
eftir brezka rithöfundinn John le Carré, öðru nafni David Cornwell, var maí-bók
Almenna hókafélagsins. Áður en hún kom fyrst út hafði höfundurinn skrifað
nokkrar bækur, en Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum aflaði honum þegar
í stað mikillar frægðar, er hún kom út fyrir tveimur árum. Eftir það var hókin
nietsölubók mánuðum saman, bæði austan liafs og vestan og hefur nú verið
gefin út á a.m.k. 14 tungumálum. Hefur hún hvarvetna hlotið mjög góða dóma
°g þykir ein snjallasta og skemmtilegasta skáldsaga, sem skrifuð hefur verið uin
njósnir í seinni tíð. Söguefnið er njósnir og gagnnjósnir stórveldanna á dögum
kalda stríðsins og lýsing á sálarlífi þeirra, sem við þær fást. Gerist sagan aðal-
lega í London og Vestur- og Austur-Berlín. Sögusviðinu kynntist höfundurinn,
þegar hann var starfsmaður brezka utanríkisráðuneytisins. Páll Skúlason þýddi
söguna, sem er 222 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar hf.,
en bundin í Sveinabókbandinu.
Kanada eftir Brian Moore
Tólfta bókin í bókaflokknum Lönd og þjóðir fjallar um Kanada, — eitt víð-
lenda.sta ríki heims, þar sem húsett er fleira fólk af íslenzkum ættum en í nokkru
bðru landi og sennilega fleira en í öllum öðrum löndum utan fslands samanlagt.
f^ókin lýsir Kanada í máli og mvndum og bregður ljósi yfir kanadískt þjóðlíf
°g sögu fyrr og nú frá ýmsum hliðum. Höfundurinn, Brian Moore, fæddist á
Irlandi, en fluttist þaðan til Kanada 1948 og dvaldist þar síðan um ellefu ára
skeið, áður en hann fluttist til Bandaríkjanna. Var hann þá blaðamaður í Mont-
real, ferðaðist mikið um landið og ritaði margar greinar um Kanada fyrir blöð
°g tímarit, en hann er einnig kunnur skáldsagnahöfundur. Egill Jónasson Star-
félagsbréf 7