Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 16

Félagsbréf - 01.10.1965, Síða 16
dal þýddi bókina um Kanada. Hún er 160 blaðsíður að stærð'. Lesmál bókar- innar var sett í PrentsmiSjunni Odda lif., en aS öðru leyti var bókin unnin f Veróna á Ítalíu. Kanada var bók mánaðarins í júní. Raddir vorsins þagna eftir Rachel Carson var júlí-bók AB. Höfundurinn, Rachel Carson, sem lézt í fyrra, var þekkt víða um heim fyrir bækur sínar um náttúrufræðileg efni, en hún hafði stundað háskólanám í dýrafræði og efnafræði, og þær greinar ásamt ritstörfum voru helztu áhugamál hennar. Raddir vorsins þagna var síðasta bók hennar og vakti mikla athygli, þegar hún kom út, en segja má, að hún fjalli að mestu um náttúruvernd og veki til umhugsunar um hana. Bókina helgaði höfundurinn Albert Schweitzer,. en þar vekur Carson athygli á hættunni, sem öllu lífi á jörðinni stafar af notkun ýmiss konar eiturefna, t.d. skordýraeiturs, og bendir á, að menningarframfarir tuttugustu aldarinnar hafi ekki aðeins gert okkur lífið hagkvæmara og heilsu- betra, heldur einnig skapað okkur nýjar hættur og óþekktar, sem ráðast þurfí gegn af mikilli einbeitni og gæta sín á. Prófessor Níels Dungal hefur ritað mn- gangsorð að bókinni, og formáli hennar er eftir hinn heimskunna, brezka nátt- úrufræðing, Julian Huxley. Bókina þýddi Gísli Ólafsson. Hún er 219 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar hf., en bundin í Sveinabók- bandinu. 12 konur eftir Svövu Jakobsdóttur Þetta smásagnasafn er fyrsta bók Svövu, en áður hafa birzt smásögur eftir hana í blöðum og tímaritum. Hún hefur stundað bókmenntanám í Bandaiíkj unum og Svíþjóð. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, fjalla sögurnar, sem eru tólf að tóhu um jafnmargar nútímakonur og vandamál þeirra og í sumum tilvikum bania þeirra og spegla hugarheim þeirra og líf við ýmsar aðstæður. Sögurnar gerast ekki allar í sama umhverfi, en þótt þær séu ekki efnislega samstæðar, mvnda þær þó eins konar heild og hafa þá sérstöðu að vera skrifaðar af konu um kon ur. Með 12 konum hefur Svava Jakobsdóttir sýnt ótvíræða rithöfundarhæfib ika og skipað sér í hóp efnilegustu skáldkvenna okkar. 12 konur er 88 blaösíður að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnai fjarðar. 8 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.