Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 23
fræðslu, sem væri með því sniði, að
um leið og hún auðveldaði ungu fólki
að skilja og nytfæra sér tæknilegar
framfarir, væri hún vörn gegn því, að
það fleygði sér í fang hlindrar efnis-
hyggju og múgmennsku og mæti að
engu þjóðlegar menningarerfðir.
Sá fyrsti af þessum skólum var stofn-
aður í Danmörku 1844, en fyrst upp
úr miðri öldinni kom skriður á þessa
fræðslustarfsemi, og hún náði síðan
meiri og meiri vinsældum, ekki aðeins
með Dönum, heldur líka Norðmönn-
um og Svíum. Þá kom það og brátt
á daginn víða um lönd, að forustu-
mönnum verkalýðshreyfingarinnar þótti
f>era nauðsyn til, að unga fólkið inn-
an vébanda hennar fengi aðra og víð-
tækari fræðslu um menningar- og
þjóðfélagsmál en veitt var í skólum
ríkisins, og svo var þá hafin mjög
Vlrk fræðslustarfsemi á vegum samtak-
anna, þar sem megináherzla var lögð
a að leiðbeina nemendunum til sjálfs-
bjargar um öflun þekkingar og þroska.
II.
Upphaf og þróun almenningsbókasafna.
Fyrir áhrif upplýsingarstefnunnar
'oru þegar á 18. öld stofnuð félög
crlendis, sem unnu að því að koma
llPP bókasöfnum handa almenningi, en
Sú starfsemi var dreifð, og félögin
j°gnuðust út af. En nokkru fyrir miðja
19. öld var tekið að stofna til almenn-
lngsbókasafna í Bandaríkjunum, og
í ýmsum ríkjum þar vestra var stofnað
til margra slíkra safna og komið á
þau góðri og hagkvæmri skipan, og
síðan urðu almenningsbókasöfn með
hverjum áratugnum sem leið veiga-
meiri og róttækari þáttur í allri menn-
ingarlegri, félagslegri og tæknilegri
framvindu í þessu mikla þjóðfélagi
sjálfsbjargar og einstaklingsframtaks.
Bæir, borgir, ýmis samtök, sjóðir, sem
auðmenn hafa gefið — og síðast en ekki
sízt margvísleg iðjuver kosta slík söfn
þar vestra, og þykir gildi þeirra síður
en svo hafa rýrnað þótt nú sé í Banda-
ríkjunum kostur hinna fullkomnustu
skóla, jafnt til almennrar fræðslu sem
hvers konar sérnáms, og ekki þykja þau
sízt mikilvæg á sviði tæknilegra fram-
fara. Einn af hinum merkustu og víð-
kunnustu iðjuhöldum Bandaríkjanna
hefur sagt: „Um hagkvæma nýbreytni
í ýmsum vinnubrögðum á ég meira að
þakka hugvitssömum verkamönnum,
sem hafa fengið tæknilega fræðslu með
sjálfsnámi í almenningsbókasöfnum,
heldur en nokkrum hinna hálærðu sér-
fræðinga, sem ég hef í þjónustu minni.“
Bretar kynntust fljótlega starfsemi
almenningsbókasafna í Bandaríkjunum
og komu auga á gildi þeirra, og urðu
þeir fyrstir til að setja lög um slík söfn.
Á Norðurlöndum voru það einkum lýð-
háskólamenn og síðan verkalýðsleið-
togar, sem höfðu forustu um stofnun
lestrarfélaga og almenningsbókasafna,
en það var þó ekki fyrr en seint á 19.
öldinni, sem bókasafnahreyfingin varð
almenn á Norðurlöndum. En síðan —
FÉLAGSBRÉF 15