Félagsbréf - 01.10.1965, Side 25

Félagsbréf - 01.10.1965, Side 25
menn þessara mála gera nú með frænd- þjóðum okkar, vil ég láta þess getið, að þeir telja bókhlöðu, sem hafi 700 fermetra gólfflöt lágmark þess, sem nauðsynlegt sé í 5 þúsund manna smáhæ. í tvö þúsund manna hæ, þarf hlutfallslega mun meira rúm, en hlut- fallslega minna, eftir þvi sem bærinn er fjölmennari. í Eskilstuna í Svíþjóð sá ég og skoðaði í fyrra allvandlega nýreist almenningsbókasafn. f Eskil- stuna búa 60 þúsund manns, svo að borgin er nokkru minni en Reykjavík. Gólfflötur hins nýja safns er 4200 fermetrar, en við það er byggt fjög- urra hæða hús handa fræðsluhring- unum í borginni, og gólfflötur hverrar hæðar er 600 fermetrar. Þá hefur og safnið tvo stóra, hagkvæma og glæsi- lega bókabíla, og þannig er háttað, að þeir geta ekið undir skjólþak við bak- hlið bókhlöðunnar. Þar opnast hreiðar dyr, og er gólfið í herherginu jafnhátt gólfi bílsins, svo að unnt er að aka hlöðnum bókavögnum inn í bílinn án uokkurrar fyrirstöðu. — Svo hagkvæm eru vinnuskilyrðin í þessu bókasafni, uð þar eru aðeins sex bókaverðir í fullu starfi og með alhliða þekkingu í bóka- safnsfræðum. Annað starfsfólk vinnur tímavinnu einhvern hluta dagsins við störf, sem krefjast aðeins sérhæfðrar æfingar og almennrar þekkingar. Þá tel ég vert að láta þess getið, að uiér er allvel kunnugt, hæði af viðtöl- unt, bréfum og lestri, að frömuðir fræðslunnar í hinum nýju og vanþró- uðu ríkjum Afriku setja fyrst og fremst traust sitt á almenningsbókasöfn. 1 þessum ríkjum er og verður um lang- an aldur skortur á skólum og hæfum kennurum, svo að markið er ekki sett hærra en að kenna sem flestum næstu ár og jafnvel áratugi að lesa og skrifa og eitthvað í reikningi, en síðan sé þeim beint til almenningsbókasafna, þar sem þeir njóti leiðbeiningar og örvunar um að afla sér frekari þekk- ingar. Reyndin er því sú, að jafnt í þeim löndum, þar sem fræðsla og menning er einna lengst á veg komin, og í hin- uin vanþróuðu, þar sem meginhluti íbúanna er ólæs, hinda menningar- frömuðir mjög vonir sínar við mikil- vægi almenningsbókasafna. III. Almenningsbókasöfn á íslandi til 1938. Hér á íslandi var fyrsta almennings- hókasafnið, Amtsbókasafnið á Akur- eyri, stofnað árið 1828. Næst í röð- inni mun hafa verið Bókasafn Flateyj- ar framfarastiftunar, stofnað 1836, og það þriðja Amtsbókasafnið í Stykk- ishólmi, sem var stofnað 1847. Síðan voru stofnuð lestrarfélög upp úr miðri öldinni á nokkrum stöðum á landinu — og fór þeim ört fjölgandi undir aldamótin. Árið 1893 var Amtsbóka- safnið á Seyðisfirði stofnað, en til- gangurinn með stofnun amtsbókasafn- anna var sá, að í öllum landshlutum FÉLAGSBRÉF 17

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.