Félagsbréf - 01.10.1965, Page 27

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 27
sem átti sjálfsfræðslunni að þakka verndun þjóðernis síns á liðnum nauð- öldum og þann vökula skilning á starfi sinna beztu manna á 19. öldinni, sem færði henni undra hraða og furðu glæsilega menningarlega hlómgun, setti nú svo mjög traust sitt á skólana, að hún taldi þá fullnægja í fjölbýl- inu skilyrðum þorra manna til víð- tækrar þekkingar og viðhlítandi |)roska. I þorpum og bæjum var ýmist ekki eða lítið liirt um að koma upp al- nienningsbókasöfnum eða efla þau, sem til voru, og er svo að sjá <cm menn hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir því, jafnvel þótt atvinna almennings væri í þann tíð mun árs- tíðabundnari en nú, hver nauðsvn bar til að þorri manna fengi notið bók- lesturs sér til afþreyingar í tómstund- "m sínum. Sem dæmi þess, hve tóin- lútir menn voru um þessi mál, sam- tímis því sem skólaskylda var lengd, föstum harnaskólum fjölgað og síðan framhaldsskólum af ýmsu tæi, má benda á þá staðreynd, að Ræjarhóka- safn Reykjavíkur var ekki stofnað fvrr en árið 1923 — og að fyrstu hóka- verðirnir utan Reykjavíkur, sem liiifðu bókavörzlu að aðalstarfi, voru þeir Davíð skáld Stefánsson, sem var ráð- mn amtsbókavörður á Akurevri árið 1925, og Guðinundur Gislason Haga- sem varð árið 1929 bókavörður við Hæjarbókasafn Isafjarðar. I snmum Idnna bæjanna voru lengi vel engin ahnenningsbókasöfn, en í öðrum lílil nherzla lögð á vöxt og viðgang þeirra safna, sem stofnuð höfðu verið. Af tveimur amtsbókasöfnunum er það að segja, að ólíkt minni rækt var lögð við viðgang þeirra en áður fyrrum, og sýsluhókasöfnin, sem víða liöfðu gegnt mikilvægu hlutverki, voru nú yfirleitt að engu metin. Sum þau lielztu voru árum saman undir lási og slá, og bókasafnarar léku þann leik að kaupa fyrir lítið fé merkar hækur úr slíkum söfnum, jafnvel láta í skiptum fyrir ófáanleg rit nokkur bindi af ómerkilegustu reyfurum. Og einn af sýslumönnum landsins fékk því til vegar komið, að bókasafn sýslunn- ar var selt á uppboði. Ýmis af sýslu- bókasöfnunum nutu lítilfjörlegs styrks úr ríkissjóði, án þess að nokkurt eftir- lit væri haft með því, hvernig þeim styrk var varið — og smn nutu slíks styrks um árabil, þótt engin viðleitni væri sýnd til að starfra kja þau. Orlög lestrarfélaganaa urðu mun skárri. Víða í sveituri landsins voru þau starfrækt, en bjuggu við mjög þröngan kost, og vaið því erfiðara að lialda þeim í horfi sem fólki fækkaði í sveitunum. En viðast, þar sem slík félög hættu að staría, var bókakostur þeirra varðveittur. Þó urðu slík söfn fyrir allillvígri ágengni bókasafnara, sem ýmist fengu að gjöf í krafti ís- Ienzkrar gestrisni lítt fáanlegar bækur eða keyptu þær fyrir lítið verð. I mörgum af kauptúnunum voru starf- rækt lestra rfelög, en flest við lítinn skilning opinberra aðila. FÉLAGSBRÉF 19

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.