Félagsbréf - 01.10.1965, Page 29

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 29
stofunni. Svör komu frá uin 36% þeirra aðila, sem skráin var send. Þá er ég hafði athugað svörin vandlega, sendi ég menntamálaráðherra alllanga greinargerð um athuganir mínar á bókakosti, umliirðingu, starfsháttum og starfsskilyrðum lestrarfélaga og bóka- safna, og fór nokkrum orðum um það hlutverk, sem almenningsbókasöfn þyrftu að rœkja hér á landi. Ráðherrann kvaddi mig á sinn fund, og þóttist ég greinilega verða þess vís, að hann var mjög hissa á niðurstöð- um athugana minna — og jafnframt, að honum var ærið ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Hann spurði mig síðan, livort ég vildi taka að mér formennsku í nefnd, sem gerði tillögur uin umbætur fyrir tilstilli ríkisvalds- ins. „Ég liygg,“ sagði liann, „að annað tjói ekki, en að sett verði lög um starfs- hætti og rekstur bókasafna handa al- menningi.“ Ég kvaðst vera sammála honum um það og sagði mig fúsan til að laka s®ti í nefnd, sem semdi frumvarp til slíkra laga, hvort sem ég yrði formað- ur hennar eða ekki. Við rædduin síðan frekar um málið, og daginn eftir fékk eg bréf frá ráðherranum, þar sem mér yar tjáð, að ég væri skipaður formað- Ur nefndar, sem semja skyldi frum- varp til laga um bókasöfn handa al- tttenningi. \ nefndinni ættu sæti auk toín dr. Þorkell Jóhannesson háskóla- fektor og séra Helgi Konráðsson, pró- fastur á Sauðárkróki, en lögfræðileg- ur ráðunautur nefndarinnar yrði Ás- geir Pétursson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Þetta var sumarið 1954. Nefndin kom saman í ágústmánuði. Hún átti tal við menntamálaráðherra, og lét hann mjög ákveðið í ljós þá ósk, að hún flýtti störfum sínum svo, að frum- varpið gæti komið fram á næsta þingi og orðið að lögum. Nefndin tók síðan til starfa. Hún reyndist mjög samhent og samstarf hennar gott við hinn lögfræðilega ráðu- naut. Skilaði hún frumvarpi og grein- argerð í hendur menntamálaráðherra, áður en Alþingi kom saman. Ráðherrann lét í ljós ánægju sína, þegar hann hafði kynnt sér rækilega frumvarpið, og síðan voru valdir tveir alþingismenn, sinn úr hvorum stjórn- arflokkanna, til að athuga það, og lögðu þeir til, að breytt væri til lækkunar á- kvæðum þess um framlög allra aðila, ríkis, bæja, sveitafélaga og sýslna. Ráð- herra bar þessar breytingar síðan undir okkur nefndarmennina, og varð að ráði, að við féllumst á þær, þó að bæði honum og okkur jiættu jiær síð- ur en svo til bóta. En það lá í augum uppi, að æskilegra var, að eining fengist innan sjórnarflokkanna um frumvarpið, áður en það væri lagt fram, heldur en að jiað sætti nokkr- um verulegum breytingum í meðför- um á jiingi. Það var síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp, og var samþykkt svo að segja óbreytt. Og vorið 1955 gekk það í gildi. Samkvæmt lögunum FÉI.AGSRRÉF 21

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.