Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 29
stofunni. Svör komu frá uin 36% þeirra aðila, sem skráin var send. Þá er ég hafði athugað svörin vandlega, sendi ég menntamálaráðherra alllanga greinargerð um athuganir mínar á bókakosti, umliirðingu, starfsháttum og starfsskilyrðum lestrarfélaga og bóka- safna, og fór nokkrum orðum um það hlutverk, sem almenningsbókasöfn þyrftu að rœkja hér á landi. Ráðherrann kvaddi mig á sinn fund, og þóttist ég greinilega verða þess vís, að hann var mjög hissa á niðurstöð- um athugana minna — og jafnframt, að honum var ærið ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. Hann spurði mig síðan, livort ég vildi taka að mér formennsku í nefnd, sem gerði tillögur uin umbætur fyrir tilstilli ríkisvalds- ins. „Ég liygg,“ sagði liann, „að annað tjói ekki, en að sett verði lög um starfs- hætti og rekstur bókasafna handa al- menningi.“ Ég kvaðst vera sammála honum um það og sagði mig fúsan til að laka s®ti í nefnd, sem semdi frumvarp til slíkra laga, hvort sem ég yrði formað- ur hennar eða ekki. Við rædduin síðan frekar um málið, og daginn eftir fékk eg bréf frá ráðherranum, þar sem mér yar tjáð, að ég væri skipaður formað- Ur nefndar, sem semja skyldi frum- varp til laga um bókasöfn handa al- tttenningi. \ nefndinni ættu sæti auk toín dr. Þorkell Jóhannesson háskóla- fektor og séra Helgi Konráðsson, pró- fastur á Sauðárkróki, en lögfræðileg- ur ráðunautur nefndarinnar yrði Ás- geir Pétursson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Þetta var sumarið 1954. Nefndin kom saman í ágústmánuði. Hún átti tal við menntamálaráðherra, og lét hann mjög ákveðið í ljós þá ósk, að hún flýtti störfum sínum svo, að frum- varpið gæti komið fram á næsta þingi og orðið að lögum. Nefndin tók síðan til starfa. Hún reyndist mjög samhent og samstarf hennar gott við hinn lögfræðilega ráðu- naut. Skilaði hún frumvarpi og grein- argerð í hendur menntamálaráðherra, áður en Alþingi kom saman. Ráðherrann lét í ljós ánægju sína, þegar hann hafði kynnt sér rækilega frumvarpið, og síðan voru valdir tveir alþingismenn, sinn úr hvorum stjórn- arflokkanna, til að athuga það, og lögðu þeir til, að breytt væri til lækkunar á- kvæðum þess um framlög allra aðila, ríkis, bæja, sveitafélaga og sýslna. Ráð- herra bar þessar breytingar síðan undir okkur nefndarmennina, og varð að ráði, að við féllumst á þær, þó að bæði honum og okkur jiættu jiær síð- ur en svo til bóta. En það lá í augum uppi, að æskilegra var, að eining fengist innan sjórnarflokkanna um frumvarpið, áður en það væri lagt fram, heldur en að jiað sætti nokkr- um verulegum breytingum í meðför- um á jiingi. Það var síðan lagt fram sem stjórnarfrumvarp, og var samþykkt svo að segja óbreytt. Og vorið 1955 gekk það í gildi. Samkvæmt lögunum FÉI.AGSRRÉF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.