Félagsbréf - 01.10.1965, Page 31

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 31
lok ársins 1963 var bókaeign bæjar- og héraðsbókasafna 307.628 bindi og sveitarbókasafna 245.612 bindi — eða samtals 553.240 bindi. Hafa þá bætzt við, þó að margt bóka hafi verið tekið frá við skrásetningu sein einskis nýtt, 99.740 bindi á sjö árum. Árið 1956 námu heimaframlög til allra bæjar- og héraðsbókasafna kr. 2.419.848, en ríkisframlög kr. 617.679, tekjurnar því samtals kr. 3.037.527. Ríkisframlög voru því aðeins 20.3% af heildartekjunum. Sama ár voru heimaframlög til sveitarbókasafna og lestrarfélaga kr. 572.607 og ríkisfram- lög kr. 325.550 — eða framlög alls kr. 898.157, — ríkisframlögin 36.3% af öllum tekjunum. Árið 1963 voru heimaframlög til bæjar- og héraðs- bókasafna komin upp í kr. 7.206.443 og höfðu á sjö árum bækkað um kr. 4.786.595, en ríkisframlögin voru ein- ungis kr. 675.637, hækkunin aðeins kr. 57.958, enda komin niður í 8,6% ■af heildartekjunum, sem voru kr. 7.882.080. Þetta ár voru heimaframlög til sveitarbókasafna kr. 1.208.903 °g ríkisframlag kr. 475.938, tekjur »lls kr. 1.684.841 — og ríkisframlag aðeins 28.3%, enda höfð'u heimatekj- ttrnar hækkað á sjö árum um kr. 636.296, en ríkisframlög aðeins um kr. 150.388. Séu tekjur hvorra tveggja safnaheildanna á þessum tveimur ár- um lagðar saman, verður útkoman eins °g bér segir. Heimaframlög 1956 sam- tals kr. 2.992.455 og ríkisframlög kr. ^43.229, heildartekjur kr. 3.935.684, ríksframlögin 26.5%. Heimaframlög 1963 námu kr. 8.415.346 og ríkisfram- lög kr. 1.151.575, tekjur alls kr. 9.566.921, ríkisframlögin komin niður í 12% af heildartekjunum úr 26.5% árið 1956, enda Iiækkun heimatekna allra safnanna þessi 7 ár kr. 5.631.327, en ríkisframlaga kr. 208.346. Eins og sjá má á þessum tölum, raskaðist gersamlega á þessum sjö ár- um það hlutfall á milli framlaga rík- isins annars vegar og bæja, sveita og sýslna hins vegar, sem var grundvöll- ur laganna um almenningsbókasöfn frá árinu 1955, og er óhætt að segja, að viðbrögð annarra aðila en ríkisins við hraðvaxandi dýrtíð þessara ára beri þeim loflegt vitni um skilning á gagn- semi bókasafna, enda verður ekki ann- að sagt en að skýrslur um notkun bóka í söfnunum sýni, að ekki skortir á lestr- arlöngun almennings, ef áhugi ríkir hjá forráðamönnum safnanna um hóka- kaup og starfsskilyrði. Bókalán í bæjar- og liéraðsbóka- söfnum námu árið 1956 204.000 hind- um, en árið 1963 578.890 bindum, og liggur nærri, að þau hafi þrefaldazt á sjö árum. Útlán sveitarbókasafna voru 1955, árið, sem lögin um almenn- ingsbókasöfn tóku gildi, 99.000 bindi, en voru komin upp í 157.719 bindi árið 1963. Útlán sveitarbókasafna voru árið 1956 113 þúsund bindi, og námu því bókalán úr bæjar-, liéraðs- og sveitarbókasöfnum alls það ár 317 þúsund bindum, en árið 1963 var tala lánaðra binda komin upp í 736.609 FÉLAGSBRÉF 23

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.