Félagsbréf - 01.10.1965, Side 32
bindi, aukning 419.609. Árið 1956
voru lánuð 2.2 bindi að meðaltali á
hvert mannsbarn á landinu, en 1963
4.1, en á þessu tímabili hefur Islend-
ingum fjölgað um hartnær 20 þúsund.
Svipuð er aukning lánþega. Þeir voru
rúm 8 þús. árið 1956, en voru 20.465
1963 — eða 14.5% allra landsmanna,
en raunverulega lesa fleiri bækur úr
söfnunum en þessi tala sýnir, því að
margar bækur, sem lánaðar eru, lesa
tveir eða fleiri á sama heimili — eink-
um í sveitunum. Annars hefur aukn-
ing útlána verið mun meiri í bæjum
og kauptúnum en í sveitum, og sér-
staklega hefur aukningin verið ör í
mörgum hinna stærstu bæja, og virðist
hún fyrst og fremst komin undir
þrennu: Fjölbreyttum bókakosti, á-
hugasömum bókavörðum og góðum
og hagkvæmum húsakosti. Eftirfarandi
dæmi sýna, hve bóklán hafa aukizt ört
í Reykjavík og nokkrum öðrum bæj-
um: Reykjavík 1957 134.526 bindi,
1963 312.991 bindi. Hafnarfjörður
1957 12.753 bindi, 1963 44.852 bindi.
Akureyri 1957 19.447 bindi, 1963
40.703 bindi. Vestmannaeyjar 1957
16.296 bindi, 1963 33.250 bindi.
Isafjörður 1957 5.811 bindi, 1963
15.021 bindi.
Eina árið, sem allt lækkaði, binda-
tala í söfnunum, tala lánþega og lán-
aðra binda, var 1962. Þá hafði bóka-
verð hækkað geipilega frá 1954, þegar
samið var frumvarp til laga um al-
menningsbókasöfn, og þar eð flutt
höfðu verið tvisvar á Alþingi frum-
vörp til hækkunar á öllum framlög-
um til bókasafna — og þá einkum fram-
lögum ríkisins — væntu forráðamenn
safnanna þess fastlega, að ríkisstyrk-
urinn yrði stórum aukinn, og svo biðu
þeir átekta. En þegar von þeirra brást,
brugðust þeir mannlega við og hækk-
uðu mjög heimaframlögin, svo að
bókakostur óx stórlega og samfara
honum fjöldi lánþega og lánaðra binda.
VII.
Lögin frá 1963.
Eins og þegar er getið voru tvisvar
lögð fram á Alþingi frumvörp til breyt-
ingar og bóta á lögunum um almenn-
ingsbókasöfn, sem ekki voru samþykkt-
Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gísla-
son fékk menntamálanefnd Neðri deild-
ar Alþingis til að flytja slíkt frum-
varp árið 1959 og 1960, en frumvörp-
in döguðu uppi á báðum þessum þmg-
um. Síðan kom frumvarpið fram í all-
mikið breyttri mynd á Alþingi 1962,
og nú var það stjórnarfrumvarp. Það
var samþykkt sem lög síðla vetrar 1963
og gekk í gildi 1. janúar 1964.
Með samþykkt þessara laga var
stórum bætt starfsaðstaða allra al-
menningsbókasafna — og þá ekki siz
bæjar- og héraðsbókasafna. Skulu hér
tekin dæmi, sem sýna þetta ljóslega.
Samkvæmt lögunum frá 1955 voru
skylduframlög aðila til héraðsbóka
safns í 600 manna hreppi og 3 þúsund
manna sýslu, svo sem hér segir-
24 FÉLAGSBRÉF