Félagsbréf - 01.10.1965, Side 33
Framlag hreppsins kr. 12.00 á íbúa —
samtals kr. 7.200, framlag sýslu kr.
3.00 á íbúa, alls kr. 9.000. Heima-
framlög alls kr. 16.200. Framlag ríkis
á móti framlagi hreppsins kr. 5.00 á
íbúa — eða alls kr. 3.000, móti fram-
lagi sýslunnar kr. 2.50, eða alls kr.
7.500. Framlög ríkisins samtals kr.
10.500. Heildarframlög kr. 26.700.
Samkvæmt nýju lögunum er lágmarks-
framlag hreppsins kr. 30.00 á íbúa eða
alls kr. 18.000, sýslu kr. 6.00 á íbúa
eða samtals kr. 18.000. Lágmarksfram-
lög heimaaðila eru því kr. 36.000.
Framlög ríkisins eru: Móti framlagi
hreppsins kr. 15.00 á íbúa, þ.e. kr.
9.000, móti framlagi sýslunnar kr. 5.00
á íbúa — eða kr. 15.000. Lágmarks-
framlög ríkisins verða því alls kr.
24.000 — og heildarframlag kr. 60.000.
En auk þessa er það ákvæði í lögun-
um, að móti því framlagi hreppsins,
sem er fram yfir lágmark, greiðir ríkið
50%, unz ríkisframlagið er komið upp
í kr. 20.00 á íbúa — og móti auka-
framlagi sýslu greiðir það sama
hundraðshluta, unz ríkisframlagið er
komið upp í kr. 7.00 á íbúa. Ef hrepp-
unnn og sýslan, sem tekin voru til
dæmis, greiða til héraðsbókasafnsins
hámark þess, sem fé fæst á móti úr
ríkissjóði, verða tekjur safnsins þessar:
Framlag hreppsins kr. 24.000, sýslunn-
ar kr. 30.000. Heimaframlög samtals
kr. 54.000. Ríkisframlög: Móti fram-
lagi hreppsins kr. 12.000, móti fram-
lagi sýslunnar kr. 21.000 — eða sam-
tals kr. 33.000. Framlög alls kr.
84.000, áður kr. 26.700, hækkun alls
kr. 57.300, þar af hækkun ríkisfram-
lags kr. 22.500.
Áður var það svo, að bæjarbókasöfn
fengu kr. 7.50 á íbúa úr ríkissjóði, en
þó ekki án undantekningar. Ef íbúar
bæjar komust upp fyrir 4 þúsund,
lækkaði framlag ríkisins um kr. 0.75
á íbúa fyrir hvert þúsund, sem fram
yfir var 4 þúsund, unz það var komið
niður í kr. 2.50. Nú hefur þetta ákvæði
verið fellt úr gildi, og geta ríkisframlög
til bæjarbókasafna komizt upp í kr.
20.00 á íbúa — nema í Reykjavík. Þar
er numið staðar við kr. 15.00.
Loks er þess að geta, að þau fjögur
bæjar- og héraðsbókasöfn, sem fá
eitt eintak gefins af öllu því, sem prentað
er hér á landi, skulu samkvæmt lögum
um almenningsbókasöfn frá 1963 bljóta
25 þús. króna árlegan styrk úr ríkis-
sjóði til bókbands, enda er þeim nú
lögð á herðar geymsluskylda á þess-
um eintökum.
Framlög til sveitarbókasafna hækk-
uðu einnig samkvæmt hinum nýju lög-
um. Áður var hámarksframlag ríkis-
sjóðs bundið við kr. 12.50 á íbúa, en
nú við kr. 20.00, nema í hreppum, þar
sem íbúatalan nær ekki 150. Þar er
hámarksgreiðsla ríkissjóðs kr. 25.00,
og auk þess er í lögunum gert ráð
fyrir uppbót til bókasafna sérlega fá-
mennra og afskekktra hreppa.
Svo sem áður getur, voru framlög
ríkisins til bæjar-, héraðs- og sveitar-
bókasafna á árinu 1963 kr. 1.151.575,
en 1964 reyndust þau samkvæmt hin-
FÉLAGSBRÉF 25