Félagsbréf - 01.10.1965, Side 34

Félagsbréf - 01.10.1965, Side 34
um nýju lögum kr. 3.514.139, en auk þess hækkaði framlag til húsabóta handa bókasöfnum úr kr. 166.250 í kr. 950.000, svo að hækkunin nam alls til þessara safna kr. 3.146.314. Áhrif hinna nýju laga á rekstur, starfshætti og notkun safnanna verða ekki enn séð af skýrslum, en enginn vafi leikur á, að þau verða mjög mikil og mikilvæg. VIII. M ikiS er ógert. Þó að það, sem að framan segir, sýni mikla aukningu í notkun íslenzkra almenningsbókasafna, eru þau flest mjög stutt á veg komin, ef miðað er við það, sem þau þurfa að verða og eru orðin víða erlendis. Hins vegar ber þess að geta, að áhugi ráðamanna og almennings út um byggðir landsins hefur aukizt mjög ört. Frá því að ég varð bókafulltrúi hef ég ferðast mikið um landið, var eitt af fyrstu árunum, sem ég gegndi þessu starfi, 111 daga á ferðalagi. Ég hef víðast mætt skiln- ingi og góðum vilja til úrhóta, og þó að sumir hafi lofað upp í ermina á sér, þá eru þeir miklu fleiri, sem Iiafa sýnt viljann í verki — og oft í ríkum mæli, miðað við aðstæður. Héraðsbókasöfnin liafa fram að þessu yfirleitt verið vanmegnug þess að leysa af hendi það hlutverk, sem þeim er ætlað, og þrátt fyrir þá úrbót, sem lögin frá 1963 veita, eru fjárráð flestra þessara safna mun minni en nauðsyn krefur. En mörg þeirra komast þó það hátt í tekjum, að ef sami vilji er fyrir hendi hjá ráðamönnum hreppa og sýsl- na og ríkir nú í mörgum af bæjunum, þá er þessum aðilum engan veginn of- vaxið að bæta við framlögin því, sem ríður baggamuninn til þess að starf- semi safnanna njóti sín miklum mun betur. Einna erfiðast viðfangs er að koma upp viðhlítandi húsnæði handa söfnunum. Aðeins tvö, Amtsbókasafnið í Stykkishólmi og Héraðsbókasafn Ár- nessýslu á Selfossi, hafa eignazt mynd- arlegar og hagkvæmar bókhlöður, og hókasöfnin í Búðardal og í Höfn ‘ Ilornafirði allgóðar vistarverur í nýjum félagsheimilum. Þá hefur og Héraðs- bókasafn Vestur-Barðastrandarsýslu hlotið góðan aðbúnað og starfsskilyrði í liúsi því, sem áður var barnaskóli, og á næstu árum mun séð fyrir húsnæði handa nokkrum hinna í félagsheimil- um, sem nú eru í smíðum. Bæjarbókasöfnin og þau söfn, sem eru hvort tveggja í senn, bæjar- og héraðsbókasöfn, eru flest betur stödd um úrræði til húsabóta en héraðsbóka- söfn í tiltölulega fámennum kauptún- um. Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur reist myndarlegt útibú í einum bæjar- hluta, og innan skamms mun verða hafizt handa um að reisa aðalsafninu liagkvæm, rúmgóð og glæsileg husa- kynni. Bæjar- og héraðsbókasafnið t Hafnarfirði hefur eignazt myndarlegt bókasafnshús — og varð þetta safn fyrst allra til að flytja í nýtízkuleg og rúmgóð húsakynni. Á Siglufirði lief- 26 FÉLAGSBRÉF

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.