Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 37
bókasafnslögunum, sem samþykkt voru
í fyrra. í öllum skólum landsins eiga
að vera komin upp starfhæf bókasöfn
1. janúar 1969.
Nauðsynlegt er að taka upp kennslu
í bókasafnsfræðum í Kennaraskóla
islands. I fyrstu má láta nægja að miða
að því, að kennarar kunni skil á flokk-
un bóka í aðalatriðum og í notkun
skólabókasafns sem kennslutækis, en
síðan ætti að kenna í skólanum þeim
hópi nemenda, sem það kysi, bóka-
safnsfræði, bókfræði, bókmenntir og
annað það, sem kennt er yfirleitt er-
lendis í sérskólum handa bókavörðum.
Nú eru bókasafnsfræði kennd í Há-
skóla íslands, en aðeins sem ein grein
af nokkrum, sem valdar eru til náms
og síðan prófs. Menn, sem slík próf
taka, velja svo gjarnan annað en bóka-
vörzlu sem lífsstarf, en þeir, sem leggja
fyrst og fremst stund á bókavarðar-
nám, gera oftast bókavörzlu að lífs-
starfi sínu.
Ég vona, að ekki líði á löngu, unz
skólabókasöfn verði lögbuoin í öll’im
skólum landsins og starfrækt '■ -,am-
ræmi við það, sem reynzt b ’lur bezt
með öðrum menningarþjóð i-u, og enn-
fremur treysti ég því, að skynsamlegt
muni þykja, áður en langt um líður,
að taka upp þá kennslu í Kennaraskól-
anum, sem ég bef hér fjallað um.
FÉLAGSBRÉF 29