Félagsbréf - 01.10.1965, Qupperneq 40
Fyrir löngu, svarar drengurinn.
Hvers vegna að spyrja? Þær hafa
legið, systirin og brúðan iiennar og
hlustað langtímum saman, og það er
orðið langt síðan þær heyrðu ára-
glamið neðan frá fljótinu, og líka
heyrðu þær, þegar það dvínaði og
hvarf í fjarskann.
Grét mamma? spyr systirin.
Nei.
En pabbi?
Nei, ekki heldur, svarar drengurinn
og seilist undir koddahornið eftir
skopparakringlunni sinni, sem er rauð
og blá eins og munnharpan hans. Og
skopparakringlan tekur að dansa ein-
dans um lokið á koffortinu á milli
rúmanna; það er líka rautt og blátt
og með rósaflúri á lokinu. Og kringl-
an Jæytist áfram með lágum niði, sem
líkist einna helzt angurværu suði ó-
sýnilegrar fiskiflugu, suði, sein hljóm-
ar örskotsstund við sumarheitan bæjar-
vegg, kemur úr órafjarska, hverfur í
í órafjarska á ný.
Hvenær kemur María aftur? spyr
systirin eftir langa þögn.
Ég veit það ekki, og pabbi og
manna vita það ekki, svarar drengur-
inn.
Og enn verður löng þögn; en skopp-
arakringlan heldur áfram að niða og
dansa.
Kannski kemur hún ekki aftur, seg-
ir systirin.
Jú, pabbi og mamma segja, að hún
komi áreiðanlega aftur; kannski í
baust; kannski snemma í haust.
Það getur verið, að hún komi of
seint.
Af liverju skyldi hún koma of seint?
Bara af því, svarar systirin svo lágt,
að drengurinn lieyrir það naumast. Og
önnur hönd hennar, holdlaus og tæring-
arblá, tekur að fitla við tjaldþekjuna,
þar sem hún togar upp til sín vegg-
inn. Þar við umvörpin er ekkert að
sjá, ekkert að finna.
Eigum við að prenta í prentsmiðjunni
minni? spyr drengurinn og stöðvar
kringluna tveim hönduin, grípur liana
eins og fugl í lófana. Kannski vísu?
Ekki núna, ég er svo |>reytt, segir
systirin. Spilaðu heldur á hörpuna
|>ína. Og hún snýr sér til veggjar.
Og drengurinn dregur munnhörp-
una sína upp úr huxnavasa sínum og
tekur að leika á hana sömu lokaleys-
urnar og vindurinn hefur kennt hon-
um; tónarnir vefjast hverir um aðra,
fylla tjaldið óskiljanlegri tónabiðu,
án upphafs og endis.
Þá er líkast því, að brúðan ofan a
sæng systurinnar láti heillast af þess-
ari undarlegu spilamennsku. Hún tek-
ur að bylta sér, skjálfa og titra, og
hún veltur út af sænginni niður a
sölnað grasgólfið.
En drengurinn heldur áfram að
spila; munnharpan þeytist um varir
hans, aftur og fram, eins og hún vilj'
um fram allt kæfa og yfirgnæfa host-
ann handan úr rúminu; eða er það cf
til vill grátkjökur; eða hvort tveggja?
Uni kvöldið leggst mýrarþokan yf>r
fljótið og engið.
32 félagsbréf