Félagsbréf - 01.10.1965, Page 41

Félagsbréf - 01.10.1965, Page 41
2 Og dagarnir líða; bráðum kemur haustið fyrir alvöru. Það er gamalt mál, að lífið sé fullt af kynlegum tilviljunum, sem fólkið ræðir sín í milli í góðu tómi. Vafalaust er það rétt. Lífið er þannig. Á Maríumessu hinni síðari, snemma í september, kom eldri systirin aftur neðan úr þorpinu við ósinn. Undarleg var sú hending, sagði gamla fólkið í dalnum, að hún skyldi fara í þessa för, sem hafði sjálfa eilífðina að loka- niarki, einmitt milli þessara tveggja daga, sem helgaðir voru nöfnu hennar, Maríu guðsmóður, enda þótt tærðum líkama hennar væri skilað til föðurhús- anna og síðan til garðsins ofar í dalnum. En þannig var það. Flatbytnan flytur hana ekki upp fljótið að þessu sinni. Þeir aka henni a hastri kerru eftir hörzlulegum veg- inum utan með öllum hlíðum. Hún er ekki lengur vegvönd. Engar mjúkar °g blíðar fljótsbylgjur þurfa lengur að vagga henni, enginn þeyr ofan af sumarengjum þarf lengur að svala sotthitarjóðum vöngum hennar; þeim Verð'ur ekki svalað framar. Gusturinn Ur I jallskörðunum má leika um hana lausum hala úr því sem komið er; honum tekst ekki að vekja hóstann í brjósti hennar, né heldur lita varir hennar dreyra. Hóstinn er kæfður að eilífu, blóð hennar hætt að niða. Hrengurinn sér, þegar hún kemur, eu hann spyr einskis. Það er svo oft, sem engar spurningar hæfa, engin svör er að fá. Og næstu daga heldur liann áfram að gæta yngri systur sinn- ar í tjaldinu í Leyninum. Og nú reim- ar liann tjalddyrnar betur aftur en nokkru sinni áður, því að nú er mýr- arþokan lögzt yfir engið og fljótið, úlfgrá og náköld. Þessa dagana er drengurinn hnugginn og hugsandi ut- an tjalds, en í hvert skipti sem hann skríður hálfboginn inn úr tjalddyrun- um, tekst einhverjum líknaranda að seiða frain bros á varir hans, eins konar huggunarbros, blekkingarbros. Og liann unir sér við að skemmta yngri systur sinni, prentar með litla gúm- prentverkinu sínu vísur og stefjabrot á gulnaða afreikninga, teiknar handa henni undurfallegar myndir með rauðu og grænu og bláu litablýöntunum sín- um, þeytir skopparakringlunni um rósa- flúr koffortsins og spilar á munn- hörpuna sína, þar til hún verður hás og fölsk og sumar nótnaþynnurnar sitja fastar og taka að urra í miðjum lagleysunum. Þessu hausti fylgja dimmar nætur eins og venjulega. Því dimmri sem næturnar verða, því þrákelknilegri verða spurningar systur- innar — og hóstinn. Hvenær kemur María? spyr hún óaflátanlega. Bráðum, svarar drengurinn stund- um, stundum engu. Hún kemur aldrei, segir hún þá og fer að gráta. Jú, hún kemur áreiðanlega, svarar FÉLAGSBRÉF 33

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.