Félagsbréf - 01.10.1965, Side 44
ástæðulaus. Var ekki einmitt írost-
nóttanna von hvað af hverju? Ekki
yrði systir hans látin sofa í tjaldi
fram á vetur; ekki mundi henni batna
hóstinn á því. Og drengurinn gengur
álútur um stund, strýkur grasið með
herum lófanum, ef hann má finna þess
einhver merki að hrím sé á jörðu. En
grasið er rakt og mjúkt og ekki sár-
kalt. Hvergi er lirím að finna, og
drengurinn sér við daufa kvöldglæt-
una, hvernig vetrarkvíðinn liggur
strengdur milli hæstu puntstráanna og
glitrar eins og væri liann úr silfri.
En óttinn heltekur drenginn að nýju.
Af bæjarhlaðinu sér liann, hvar fað-
ir hans situr í hnipri inni í króknum
hjá hesthúskofanum; situr þar á rofi,
sem fallið hefur úr kálgarðsveggnum
fyrir löngu; situr þar og grætur; ekki
liátt eins og hörn og konur, en hljótt
og ekkalaust, eins og gömul þrekmenni.
Drengurinn hefur aldrei séð föður
sinn gráta. En það er ekki um að
villast. Tárin, sem elta hvert annað við-
námslaust niður skeggjaða vangana
segja drengnum, hvernig komið er.
Þau segja honum líka, hvers vegna
hann liafði mátt slóra að vild, leika
sér fram í myrkur. Hann þarf einskis
að spyrja. Dauðinn hafði tekið að sér
vaktina í tjaldinu, ekki móðir drengs-
ins. Kannski liafði dauðinn verið mætt-
ur í dögun, þótt drengurinn vrði þess
ekki var.
Faðirinn sér ekki drenginn, fyrr
enn hann stendur við hlið hans. Þá
þerrar hann augun í flýti. Og hann
36 FÉLAGSBRÉF
tekur son sinn á hné sér, vefur hann
að sér blítt og huggandi. Nú er það
hlutskipti föðurins að strjúka hrjúf-
um húmannshöndum um vanga drengs-
ins, sem grætur í faðmi hans sárt og
óstöðvandi.
Nú þarftu ekki að sofa lengur úti,
væni minn, segir hann. Systir þín er
komin inn í bæ og henni er hlýtt,
verður aldrei kalt framar.
Ég veit það, pabbi, segir drengur-
inn. En mamma?
Kannski er mamma sofnuð, hún var
orðin svo þreytt.
Guð er vondur, segir drengurinn.
Stundum hvarflar að manni að svo
sé. En sú er vafalausl ekki raunin.
Kannski hef ég verið vondur og verð-
skuldað þessa þungu raun æoníæ.
Þú ert ekki vondur, pabhi minn;
guð er vondur, segir drengurinn og
lætur ekki sefast. Nú á ég enga systur.
Víst er guð vondur; hann er búinn
að taka þær báðar frá mér.
Komdu væni minn, segir faðirinn og
rís seinlega á fætur. Og liann leiðir
drenginn við hönd sér niður með garð-
inum og heim hlaðið. Það er eins og
bærinn sé í eyði; meira að segja læt»r
gamli Kátur ekki á sér kræla, kemur
ekki og flaðrar upp um drenginn, eins
og hann er vanur.
Á leiðinni inn göngin, dimm °S
full af stybbu gamalla bæja, nenmr
faðirinn staðar við skáladyrnar og
hann signir hurðina. Þá veit drenguF
inn, hvar systir hans sefur og hvaða
svefni hún sefur, óralöngum og draum