Félagsbréf - 01.10.1965, Page 46
læknir; STÆRÐFRÆÐIN, þýðandi Björn Bjarnason, menntaskólakennari;
EFNIÐ, þýðandi Gísli Ólafsson, ritstjóri; FLUGIÐ, þýðandi Baldur Jónsson,
magister.
Ráðgerð er útgáfa a. m. k. 5 þessara bóka á næsta ári. Félagsmannaverð bók-
anna er kr. 350,00.
FRUMAIU
FRUMAN er í íslenzkri þýðingu dr. Sturlu Friðrikssonar. Gerir bókin ýtar-
lega grein fyrir frumunni, grundvallareiningu alls lífs. Sagt er frá því, hvernig
hún myndar vefi og líffæri. Greint er frá rannsóknum á því, hvernig þeim fjölgar,
hvernig þær afla sér næringar og verjast árásum. Að lokum er fjallað um það,
hvernig þróun mannins og leit hans að betra lífi er m. a. komin undir þekkingu
hans á frumunni.
MAIUIUSLÍK AMIINIISI
Önnur bókin er MANNSLÍKAMINN og hafa læknarnir Guðjón Jóhannes-
son og Páll V. G. Kolka þýtt. í þessari bók getur lesandinn kannað furður
mannslíkamans. Hann kynnist líffærunum, líffærakerfunum, beingrindinni, skiln-
ingarvitunum, efnasamsetningunni og hvernig þetta allt vinnur saman. Lesandinn
kynnist einnig lögmálum fjölgunarinnar og erfðanna, og svar má finna við þvi,
af hverju við erum ung og verðum gömul.
Hún Antónía min
Septemberbók Almenna bókafélagsins er Hún Antónía mín eftir bandarísku
skáldkonuna Willa Cather. Bókin kom fyrst út árið 1918 og var þá á næstu árum
þýdd á fjölmörg tungumál. íslenzku þýðinguna hefur séra Friðrik A. Friðriks-
son gert. Á síðari árum hefur hún verið endurútgefin í fjölda landa og öðlast
sess meðal klassískra skáldsagna. Hún kemur nú út í fyrsta sinn í íslenzkri
þýðingu. — Viðfangsefni Willa Cather í þessari hók er saga landnemanna i
Nebraskaríki í Bandaríkjunum, barátta þeirra sigrar og sorgir. Sagan skeður
laust fyrir síðustu aldamót, einmitt á svipuðum tíma og fjöldi íslendinga flyzt
búferlum vestur um haf. Sögupersónurnar eru innflytjendur frá Norðurlöndum
og frá Bæheimi í Tékkóslóvakíu, sem höfundurinn hafði kynnzt í æsku. Aðal-
persónurnar eru Antónía og Jim Burden, sögumaður bókarinnar, unglingar af
ólíkum stofni og frábrugðnu umhverfi. Segir sagan frá æskuparadís þeirra og
rekur síðan feril þeirra til ólíks hlutskiptis. Willa Cather er á meðal kunnustu
skálsagnahöfunda í Bandaríkjunum á fyrri hluta 20. aldarinnar, og þessi bók,
sú bóka höfundarins sem mestar frægðar og viðurkenningar hefur notið.