Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 48

Félagsbréf - 01.10.1965, Blaðsíða 48
ástríðum og spennu, en einnig með ívafi af mannlegri glettni og mannlegri hamingju. Tómas Guðmundsson hefur þýtt hókina á íslenzku. Bókin er um 320 bls. að stærð og er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar hf., en kápu og titilsíðu teiknaði Torfi Jónsson. Lýbir og landshagir Lýðir og landshagir er fyrra bindi af ritum Þorkells Jóhannessonar, og verð- ur desemberbók AB. Ritgerðir hans, sem birtast í þessari bók, fjalla um ýmis efni frá ýmsum tím- um, en þó einkum um hagsögu íslands. Nefna má til dæmis ritgerð um atvinnu- hagi á íslandi fram um siðaskipti, tvær ritgerðir úr verzlunarsögu íslands og eina um landbúnað á íslandi á árunum 1874—1940. Þá er hér einnig ritgerð um alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld og önnur um það, er prentlistin kom fyrst til íslands. Ennfremur má geta ritgerðar um Skaftárelda og annarra um Pláguna miklu 1402—1404, sem venjulega gengur undir nafninu Svarti dauði. Fleiri ritgerðir skulu ekki taldar hér, en öllum er ritgerðunum það sameigin- legt, að um efnið er fjallað af alúð og skarpskyggni trausts sagnfræðings og rithöfundar. Lárus H. Blöndal, bókavörður hefur búið bókina til prentunar. Bókin, sem er 340 bls., er prentuð í Víkingsprenti hf. og bundin í Félagsbók- bandinu hf. Kápu hefur Torfi Jónsson teiknað. Gjafabœkur AB Gjafabók AB verður að þessu sinni Kvæðakver Sighvats Þórðarsonar og sér Jóhannes Halldórsson cand. mag. um útgáfuna. Sighvatur Þórðarson fæddist skömmu fyrir aldamótin 1000 og lifði fram undir miðja elleftu öld. Um hann er farið svofelldum orðum í Heimskringlu: „Sighvatur var ekki hraðmæltur maður í sundurlausum orðum, en skáldskapur var honum svo tiltækur, að hann kvað af tungu fram svo sem hann mælti annað mál.“ I bókina er safnað þeim vísum og kvæðum, sem verða eignuð Sighvati skáldi Þórðarsyni, og er meginhluti þeirra úr ýmsum handritum konungssagna, en auk þess fáeinar vísur og vísubrot úr Eddu Snorra Sturlusonar, Málskrúðsfræði Ólafs hvítaskálds Þórðarsonar og vísuhelmingur úr Laufás-Eddu. Gjafabókin verður ekki til sölu, en er gjöf Almenna bókafélagsins til þeirra félagsmanna, sem keypt hafa 6 eða fleiri AB bækur á árinu. Bókin er um 140 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar hf. °S bundin í Félagsbókbandinu hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.