Félagsbréf - 01.10.1965, Page 49
lausum svefni, sem enginn munn-
hörpuhljómur megnar framar að rjúfa.
Og drengurinn brestur í grát að nýju,
ósegjanlega sáran og kæfandi.
Gráttu ekki, vegna mömmu, hvíslar
faðirinn. Og þeir leiðast áfram inn
göngin, upp grjótþrepin innst í göng-
unum og irin á baðstofugólfið. 1 bað-
stofunni er dimmt; þó sér drengur-
inn, hvar frænka gamla situr á rúm-
inu sínu og rær fram í gráðið. Líka
sér hann móta fyrir dökkri þúst ofan
á rúmi foreldranna. Hún bærist ör-
lítið, en hljóðlaust. Það er eins og
haustvindurinn, sem stendur á opinn
gluggann, sé að blaka við einhverjum
flíkum í rúminu.
Farðu að hátta, væni minn og
gráttu ekki, iivíslar faðirinn enn og
leiðir son sinn að rúminu gegnt upp-
göngunni.
Drengurinn getur ekki sofnað, en
hann grætur ekki. Hann heyrir, þegar
faði rinn lætur vel að móður hans,
hvíslar að lienni huggunarorðum.
Drengurinn þrástarir upp í súðina.
Þar er ekkert að sjá þessa dimmu
haustnótt, ekkert, sem hugann gleður,
ckki skringilega kvistinn ofan við
gluggaskotið, sem í dagsbirtunni lík-
ist engu fremur en rauðu stormskýi
með svörtum kjarna. Og drengurinn
gotur ekki vænzt þess fyrr en birtir af
degi að mæta þögulu augnaráði kvist-
anna tveggja neðst á sperrutánni. Hann
hefur horfzt í augu við þessi kvistaugu
á hverjum morgni frá því hann man
fyrst eftir sér. í skímu vetrarmorgii-
anna hafa þau vakið honum ónota-
beyg, svona blóðhlaupin sem þau eru.
Drengurinn byltir sér enn, getur
ckki sofnað. Vindurinn á þekj-
unni og hljóð gömlu baðstofunnar,
gamla bæjarins, lialda fyrir honum
vöku; og ókennileg hljóð að framan,
þar sem systirin sefur. Eða eru það
kannski beizlin á uglunni, sem láta
svona? Tifið í dauðsmannsúrinu inni
í veggnum rétt við eyrað á lionum, og
eilífðarhljómurinn í gömlu fjaðra-
klukkunni láta óvenjuhátt í eyrum
lians, líka, þegar klukkan tekur and-
köf, eins og hún sé að því komin að
kafna.
En nóttin líður.
Geturðu ekki sofið, Nói minn? heyr-
ir drengurinn móður sína hvísla gegn-
um eilífðarhljóminn. Þessi rödd að
handan liefur huggun og mildi til að
miðla, þrátt fyrir allt.
Ég er alveg að sofna, mamma mín,
hvíslar hann á móti gegnum myrkrið.
Innan stundar ber mildin og æðru-
leysið í rödd móðurinnar ávöxt. Ei-
lífðarhljómur gömlu klukkunnar dvín-
ar smám saman, hverfur úr vitund
drengsins, og tifið í dauðsmannsúrinu
þagnar líka að fullu.
4
Og enn líða dagarnir.
Viku síðar má sjá, öðru sinni á
þessu hausti, kistu rórilla suður yfir
hrísásinn og hverfa inn á fenjaflóann.
FÉLAGSBRÉF 37